Innlent

Ekkert lát á góðri loðnuveiði

Ekkert lát er á góðri loðnuveiði við Suðurströndina og fylla skipin sig á skömmum tíma.

Það er því mikið annríki um borð og í vinnslunum í landi, en þetta glæðir líka flutninga með afurðirnar. Nú eru að minnsta kosti tvö flutningaskip að sigla milli hafna og safna loðnuafurðum til útflutnings, enda seljast allar afurðirnar jafnóðum, sama hvort er mjöl, lýsi, eða fryst loðna til manneldis. Afurðaverðir þykir líka vel viðunandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×