Innlent

Ríkissaksóknari: Dómurinn skýr og mikilvægt fordæmi

Ríkissaksóknari.
Ríkissaksóknari.
Niðurstaða Hæstaréttar í máli ákæruvaldsins á hendur Baldri Guðlaugssyni er í takt við það sem ákæruvaldið lagði upp með. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara.

Þar segir hún ennfremur að dómurinn sé skýr hvað varðar skilgreiningu á innherjasvikabrotinu og því mikilvægt fordæmi á þessu sviði, auk þess að vera fyrsti sakfellingardómurinn hér á landi fyrir innherjasvik.

Hæstiréttur Íslands staðfesti tveggja ára fangelsisdóm yfir Baldri Guðlaugssyni, vegna innherjasvika, sem hann framdi skömmu fyrir hrun Landsbankans. Þá seldi hann verðbréf fyrir hátt í 200 milljónir króna, vitandi um alvarlega stöðu bankans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×