Innlent

Greiðslukortið er á leið í snjallsímann

Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor.
Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor.
Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, segir að Ísland sé leiðandi í þróun á greiðslumöguleikum í gegnum snjallsíma. Viðar var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag.

„Við erum á fullu að undirbúa þennan nýja veruleika þar sem greitt verður fyrir vöru og þjónustu í gegnum snjallsíma," sagði Viðar.

Hann sagði að Valitor sé nú að undirbúa tilraunaverkefni ásamt samstarfsaðilum þar sem tæknin verður útfærð og þróuð enn frekar. Viðskiptabankar og samskiptafyrirtæki hér á landi munu einnig taka þátt í verkefninu.

„Í haust verður þúsund notendum gert kleift að greiða fyrir vöru og þjónustu með snjallsímum sínum," sagði Viðar.

„Við erum klárlega í fararbroddi hér á Íslandi í greiðslumiðlun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×