Innlent

Lögreglumaður nær ekinn niður við Gullinbrú

Minnstu munaði að lögreglumaður yrði ekinn niður við Gullinbrú í Grafarvogi í gærkvöldi, en honum tókst á síðustu stundu að kasta sér aftruábak og féll við það. Við það missti hann stórt vasaljós, sem lenti á bílnum.

Lögreglumenn voru þarna við hraðamælingar í lögreglubíl, en nokkru frá stóð lögreglumaðurinn í vegkantinum til að stöðva þá, sem mælst höfðu á of miklum hraða.

Viðkomandi ökumaður var á of miklum hraða og því ætlaði löreglumaðurinn, sem var í gulu endurskinsvesti, að stöðva hann, en með þessum afleiðingum.

Ökumaðurinn nam síðan staðar og var miður sín yfir að hafa ekki tekið eftir lögreglumanninum í tæka tíð, og sömuleiðis var lögreglumanninum illa brugðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×