Innlent

Línur skýrast í Kópavogi í dag

Það skýrist væntanlega í dag hvort Samfylkingin og Vinstri grænir annarsvegar og Sjálfstæðismenn hinsvegar, ná samkomulagi um meirihlutamyndun í bæjarstjórn Kópavogs.

Að loknum fjögurra klukkustunda fundi fulltrúa þessara hópa í gærkvöldi var ákveðið að þeir ræddu nánar við bakland sitt um ýmis ágreiningsmál, sem enn eru óleyst, og hittust svo aftur síðdegis í dag.

Fulltrúarnir vilja ekkki gefa upp hvar ágreiningurinn liggur, en nú er rúmur hálfur mánuður frá því að meirihluti bæjarstjórnar sprakk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×