Innlent

Fundu verulegt magn þýfis í fimm húsleitum

Þrír menn voru handteknir þegar verulegt magn þýfis fannst við húsleitir á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Alls var leitað á fimm stöðum og hefur þýfið þegar verið tengt við muni sem stolið var í sjö til átta innbrotum í umdæminu. Lögregla segir einnig viðbúið að munir úr fleiri innbrotum eigi eftir að koma við sögu.

„Rannsókn málsins miðar vel en unnið er að því að koma hlutunum aftur í réttar hendur," Mennirnir þrír sem voru handteknir hafa allir áður komið sögu hjá lögreglu. Einn þeirra er rúmlega þrítugur, annar er á þrítugsaldri en sá þriðji er innan við tvítugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×