Innlent

Subway opnar á Ísafirði

Stefnt er að því að opna Subway á Ísafirði.
Stefnt er að því að opna Subway á Ísafirði.
Subway keðjan á Íslandi hefur fest kaup á húsnæði í verslunarkjarnanum Neista á Ísafirði og hyggst opna þar veitingastað í vor samkvæmt fréttavef Bæjarins besta, bb.is.

Um er að ræða húsnæði sem áður hýsti Office 1 og síðar Bókahornið.

Mikill áhugi hefur verið hjá heimamönnum að fá keðjuna vestur og í þeim tilgangi var fyrir tveimur árum stofnaður hópur á samskiptavefnum Facebook þar sem 1.800 manns hvöttu eigendur fyrirtækisins til að opna útibú á Ísafirði.

Gunnar Skúli Guðjónsson, framkvæmdastjóri Subway, segir enn óljóst hve mörg störf opnun staðarins bjóði upp á.

„Það er erfitt að segja að svo stöddu þar sem það fer mikið eftir því hversu mikið verður að gera. En þarna verða allavega einhver stöðugildi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×