Innlent

Auglýst eftir manni og bíl í tengslum við sprengjuna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni og hvítri sendibifreið í tengslum við sprengju sem fannst skammt frá Stjórnarráðshúsinu í gærmorgun. Maðurinn er talinn hafa komið með sprengjuna í umræddum bíl, sem er af gerðinni Renault Kangó.

Lögregla hefur í dag farið yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum en fjölmargar ábendingar hafa borist vegna málsins. Maður sem var á strætisvagnabiðstöð skammt frá vettvangi í gær, og lýst var eftir, hefur gefið sig fram við lögreglu. Allir þeir sem veitt geta upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband við lögreglu.

Bíll sambærilegur þeim sem auglýst er eftir.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.