Lífið

Syngur ekki sjálf

Fiðluleikarinn og söngkonan Gréta Salóme Stefánsdóttir spilar stórt hlutverk í úrslitum Eurovision í ár. Gréta semur lag og texta við lögin Mundu eftir mér og Aldrei sleppir mér ásamt því að syngja þau sjálf.

Í forkeppninni söng Gréta síðarnefnda lagið ásamt söngkonunum Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur og Heiðu Ólafsdóttur en hún hefur hins vegar ákveðið að treysta þeim alfarið fyrir flutningi lagsins í úrslitunum, sem fara fram laugardaginn 11. febrúar.

Gréta ætlar því einungis að stíga einu sinni á svið á úrslitakvöldinu, þegar hún flytur lagið Mundu eftir mér ásamt Jóni Jósep Snæbjörnssyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×