Enski boltinn

Rooney: Suarez átti að fá rautt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, var ekki ánægður með ákvörðun Michael Oliver, dómara leiks Liverpool og Tottenham í gær.

Luis Suarez lék sinn fyrsta leik með Liverpool í gær eftir að hafa verið frá í átta leiki vegna leikbanns. Suarez fékk gult fyrir að sparka í Scott Parker, leikmann Tottenham, en sjálfur vildi hann meina að það hafi verið óviljandi.

„Ef dómarinn sá sparkið frá Suarez og gefur honum spjald fyrir, þá hefði það átt að vera rautt," skrifaði Rooney á Twitter-síðuna sína í gær. Fyrrum liðsfélagi hans hjá United, Gary Neville, var honum sammála. „Hann var heppinn. Dómarinn leyfði honum að sleppa með þetta brot," sagði hann í útsendingu Sky Sports-sjónvarpsstöðvarinnar.

„Það var frábært að fá Suarez til baka en hann hefði ekki átt að vera inn á vellinum," sagði Kenny Dalglish, stjóri Liverpool. „Hann hefur ekki spilað síðan í desember en fékk þó hálftíma sem gerði honum mjög gott."

Dalglish vildi ekkert tjá sig um skrif Rooney á Twitter eða ummæli Neville.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×