Denzel er svalari í eigin persónu en í bíómyndunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. febrúar 2012 19:57 Baltasar Kormákur segir að Denzel Washington sé svalari í eigin persónu en í bíómyndunum. Að loknum tveggja tíma fundi þeirra í Los Angeles ákvað Denzel að leika aðalhlutverk í nýjustu mynd Baltasars. Það er eflaust óhætt að fullyrða að enginn íslenskur kvikmyndaleikstjóri hafi náð viðlíka árangri í Hollywood og Baltasar Kormákur, en frumsýning Contraband er stærsta opnun í sögu Working Title-kvikmyndaversins sem hefur framleitt á annað hundrað kvikmyndir í Hollywood. Næsta verkefni Baltasars er leikstjórn 2 Guns fyrir Marc Platt Productions en kvikmyndin er að hluta byggð á samnefndri teiknimyndasögu eftir Stephen Grant. Um er að ræða 80 milljóna dollara verkefni, jafnvirði tæplega tíu milljarða króna, og nú hefur Baltasar tryggt sér starfskrafta einnar skærustu Hollywood-stjörnu í heimi, tvöfalda óskarsverðlaunahafann Denzel Washington sem mun leika í myndinni við hlið Mark Wahlberg. Er hægt að komast eitthvað lengra í bransanum en þetta? „Já, það er alltaf hægt að gera betri myndir, en það er óhætt að segja að Denzel sé eitt af þessum "iconum" í amerískri kvikmyndagerð," segir Baltasar. Denzel fékk handritið til yfirlestrar og leist vel á. Síðan var haldin sýning fyrir hann á Contraband og var hann ánægður með hana. Í síðustu viku flaug Baltasar síðan til Los Angeles m.a til að funda með kappanum. „Það var nú svona dálítið stressandi. Ég hitti hann með framleiðandanum og framleiðandinn mátti nú bara vera þarna í 15 mínútur og svo átti hann að fara," segir Baltasar. Fundurinn var mun lengri en reiknað var með, eða tveir tímar og voru stressaðir umboðsmenn byrjaðir að hringja í tíma og ótíma. Þegar tveggja tíma fundinum lauk stóð Denzel upp, tók í höndina á Baltasar og sagði: „We'll make it happen." En er Denzel jafn svalur í eigin persónu og í bíómyndunum? „Hann er eiginlega svalari."Heldur sér niðri á jörðinni í faðmi fjölskyldunnar Baltasar er með tvö önnur Hollywood-verkefni í farvatninu því Working Title Films sem framleiddi Contraband ætlar að framleiða kvikmyndirnar Everest og Víking, sem báðar verða teknar upp hér á landi að hluta, en Baltasar skrifaði handritið að síðarnefndu myndinni með Ólafi Egilssyni. Hvernig heldurðu þér niðri á jörðinni þegar svona mikil velgengni er handan við hornið? „Bara með því að ala upp börnin. Það breytist ekkert hjá þeim. Það þarf að glíma við vesenið í skólanum ef þau eru óþekk og svo er ég að fara norður og halda áfram með lífið," segir Baltasar auðmjúkur, en hann býr ásamt fjölskyldu sinni á Hofi á Höfðaströnd í Skagafirði. Sjá má viðtal við Baltasar í myndskeiði hér fyrir ofan. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Denzel Washington leikur í nýjustu mynd Baltasars Baltasar Kormákur og Mark Wahlberg eiga nú í samningaviðræðum við Hollywood stjörnuna Denzel Washington um að Washington taki að sér annað aðalhlutverkið í myndinni 2 Guns sem þeir Baltasar og Wahlberg hafa ákveðið að gera saman. 8. febrúar 2012 06:44 Verið að klára samninga vegna myndar Baltasars og Denzels Bandaríski stórleikarinn Denzel Washington, sem er tvöfaldur óskarsverðlaunahafi, hefur samþykkt að leika í nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns. 8. febrúar 2012 12:13 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Baltasar Kormákur segir að Denzel Washington sé svalari í eigin persónu en í bíómyndunum. Að loknum tveggja tíma fundi þeirra í Los Angeles ákvað Denzel að leika aðalhlutverk í nýjustu mynd Baltasars. Það er eflaust óhætt að fullyrða að enginn íslenskur kvikmyndaleikstjóri hafi náð viðlíka árangri í Hollywood og Baltasar Kormákur, en frumsýning Contraband er stærsta opnun í sögu Working Title-kvikmyndaversins sem hefur framleitt á annað hundrað kvikmyndir í Hollywood. Næsta verkefni Baltasars er leikstjórn 2 Guns fyrir Marc Platt Productions en kvikmyndin er að hluta byggð á samnefndri teiknimyndasögu eftir Stephen Grant. Um er að ræða 80 milljóna dollara verkefni, jafnvirði tæplega tíu milljarða króna, og nú hefur Baltasar tryggt sér starfskrafta einnar skærustu Hollywood-stjörnu í heimi, tvöfalda óskarsverðlaunahafann Denzel Washington sem mun leika í myndinni við hlið Mark Wahlberg. Er hægt að komast eitthvað lengra í bransanum en þetta? „Já, það er alltaf hægt að gera betri myndir, en það er óhætt að segja að Denzel sé eitt af þessum "iconum" í amerískri kvikmyndagerð," segir Baltasar. Denzel fékk handritið til yfirlestrar og leist vel á. Síðan var haldin sýning fyrir hann á Contraband og var hann ánægður með hana. Í síðustu viku flaug Baltasar síðan til Los Angeles m.a til að funda með kappanum. „Það var nú svona dálítið stressandi. Ég hitti hann með framleiðandanum og framleiðandinn mátti nú bara vera þarna í 15 mínútur og svo átti hann að fara," segir Baltasar. Fundurinn var mun lengri en reiknað var með, eða tveir tímar og voru stressaðir umboðsmenn byrjaðir að hringja í tíma og ótíma. Þegar tveggja tíma fundinum lauk stóð Denzel upp, tók í höndina á Baltasar og sagði: „We'll make it happen." En er Denzel jafn svalur í eigin persónu og í bíómyndunum? „Hann er eiginlega svalari."Heldur sér niðri á jörðinni í faðmi fjölskyldunnar Baltasar er með tvö önnur Hollywood-verkefni í farvatninu því Working Title Films sem framleiddi Contraband ætlar að framleiða kvikmyndirnar Everest og Víking, sem báðar verða teknar upp hér á landi að hluta, en Baltasar skrifaði handritið að síðarnefndu myndinni með Ólafi Egilssyni. Hvernig heldurðu þér niðri á jörðinni þegar svona mikil velgengni er handan við hornið? „Bara með því að ala upp börnin. Það breytist ekkert hjá þeim. Það þarf að glíma við vesenið í skólanum ef þau eru óþekk og svo er ég að fara norður og halda áfram með lífið," segir Baltasar auðmjúkur, en hann býr ásamt fjölskyldu sinni á Hofi á Höfðaströnd í Skagafirði. Sjá má viðtal við Baltasar í myndskeiði hér fyrir ofan. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Denzel Washington leikur í nýjustu mynd Baltasars Baltasar Kormákur og Mark Wahlberg eiga nú í samningaviðræðum við Hollywood stjörnuna Denzel Washington um að Washington taki að sér annað aðalhlutverkið í myndinni 2 Guns sem þeir Baltasar og Wahlberg hafa ákveðið að gera saman. 8. febrúar 2012 06:44 Verið að klára samninga vegna myndar Baltasars og Denzels Bandaríski stórleikarinn Denzel Washington, sem er tvöfaldur óskarsverðlaunahafi, hefur samþykkt að leika í nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns. 8. febrúar 2012 12:13 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Denzel Washington leikur í nýjustu mynd Baltasars Baltasar Kormákur og Mark Wahlberg eiga nú í samningaviðræðum við Hollywood stjörnuna Denzel Washington um að Washington taki að sér annað aðalhlutverkið í myndinni 2 Guns sem þeir Baltasar og Wahlberg hafa ákveðið að gera saman. 8. febrúar 2012 06:44
Verið að klára samninga vegna myndar Baltasars og Denzels Bandaríski stórleikarinn Denzel Washington, sem er tvöfaldur óskarsverðlaunahafi, hefur samþykkt að leika í nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns. 8. febrúar 2012 12:13