Innlent

Vegagerðarmenn og verktakar stóðu í ströngu í nótt

Vegagerðarmenn og verktakar unnu fram á nótt við að laga þjóðveginn á milli Núpsvatna og Gígjukvíslar á Skeiðarársandi. Leysingavatn hafði skolað efni úr vegkantinum þannig að farið var að brotna úr malbikinu og vegurinn að mjókka.

Þá hafa verktakar unnið sleitulaust að því að dýpka Svaðbælisá undir Eyjafjöllum, vegna mikils framburðar af gosefnum úr Eyjafjallajökli. Þau settust á botninn þannig að vatnshæð var orðin hættulega há og áin hefði getað farið að flæða vítt og breitt.

Víða um land er enn mjög mikið rennsli í ám eins og í Ölfusá, Hvítá í Borgarfirði, Svartá í Skagafirði og í Skjálfandafljóti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×