Innlent

Hálka á vegum víðast hvar á landinu

Hálka er á Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði og á Lyngdalsheiði. Hálkublettir eru víða í uppsveitum á Suðurlandi. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á Suðurstrandavegi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir að á Vesturlandi eru hálka á flestum vegum en snjóþekja víða á Snæfellsnesi og á Bröttubrekku. Þæfingsfærð er á Fróðárheiði en unnið að hreinsun.

Á Vestfjörðum er víða snjóþekja. Á Kleifarheiði, Mikladal og Hálfdán er þæfingsfærð en unnið að hreinsun. Ófært er yfir Vatnsfjarðarháls í Ísafjarðardjúpi.

Í Húnavatnssýslu, vestan Blöndós er hálka á flestum leiðum. Á Þverárfjalli er snjóþekja en í Skagafirði er mikið orðið autt. Á Norðausturlandi eru vegir víðast hvar auðir.

Á Austurlandi eru flestir vegir að verða auðir en þó er hálka í Jökulsárhlíð og í Breiðdal. Á Suðausturlandi eru hálkublettir frá Kirkjubæjarklaustri og austur að Djúpavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×