Innlent

Verðhækkun í Víkingalottó

Búið er að hækka verð á einni röð í Víkingalottói úr 50 krónum og í 70 krónur en verð á röðinni hefur haldist óbreytt í rúm 7 ár, eða síðan í ágúst 2004.

Fjallað er um málið á vefsíðu lottósins. Þar segir að miðað við verðlagsþróun ætti verð á einni röð að vera 82 krónur, en stjórn Íslenskrar getspár hefur ákveðið að hækka aðeins í 70 krónur. Þessi hækkun leiðir til hærri vinningsupphæða í íslensku vinningsflokkunum.

Áfram verður verðið á röð þó lægst á Íslandi. Mest greiða Eistlendingar fyrir röðina eða 103 krónur. Næst Íslandi er verðið í Svíþjóð þar sem röðin kostar 71 krónu. Á hinum Norðurlöndunum er verðið á bilinu 82 til 95 krónur á röðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×