Lífið

Mistókst að selja sálina

Blaðamaðurinn Eiríkur Jónsson sagði á dögunum upp störfum á vefmiðlinum Pressan.is. Hann veitir nú lesendum bloggsíðu sinnar einstaka sýn inn í atvinnuleit sína og segir frá því þegar hann kom hugmynd á framfæri við Óskar Magnússon, útgefanda Morgunblaðsins.

Hugmyndin var einhvers konar samsuða af bloggi og sjónvarpi og Óskar virtist spenntur í fyrstu, miðað við tölvupósta sem Eiríkur birtir samviskulega. Eftir að hafa farið yfir málið með samstarfsfélögum sínum hafnaði Óskar svo hugmyndinni og Eiríki virðist létt, enda leit hann svo á að hann væri að reyna að selja sálu sína og að það hafi því mistekist.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×