Innlent

Búnir að finna uppruna ammoníaklekans

Ammoníakleki. Slökkviliðsmenn sprauta vatni á frystinn.
Ammoníakleki. Slökkviliðsmenn sprauta vatni á frystinn.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur fundið uppruna ammoníaklekans í Skútuvogi. Í ljós kom að gámur innihélt sex frystitanka en þar af lak einn.

Gámurinn er á lóð fyrirtækis sem liggur að Vodafone símafyrirtækinu en húsnæði þess var rýmt. Um 20 starfsmenn Vodafone standa því úti á plani og fylgjast með aðgerðum.

Slökkviliðsmenn sprauta nú vatni á frystinn sem lekur, en ammoníak er vatnsleysanlegt efni. Þá eru einnig reykkafarar á vettvangi sem sprauta vatni á frystinn.

Það voru starfsmenn fyrirtækis við hlið Vodafone, og gámurinn tilheyrir, sem uppgötvuðu lekann. Enginn hefur slasast eða orðið fyrir eitrun að því sem fréttastofa kemst næst.

Hægt er að nálgast almennar upplýsingar um áhrif ammoníakleka á Vísindavef Háskóla Íslands.


Tengdar fréttir

Skútuvogi lokað vegna ammóníaksleka

Lögregla og slökkvilið hafa ákveðið að loka Skútuvogi vegna ammoníaklekans sem upp kom í morgun. Í tilkynningu frá Neyðarlínunni segir að ef fólk á svæðinu finni fyrir óþægindum eigi það að koma sér í burtu af svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×