Slökkviliðsstjóri ryður bíl af götunni - en ekki er allt sem sýnist 30. janúar 2012 11:44 „Síminn þagnar ekki," segir Svanur Tómasson, slökkviliðstjóri á Ólafsvík, en myndband birtist á netinu um helgina sem sýnir Svan í heldur sérkennilegum aðstæðum þegar Svanur er að ryðja snjó af götum bæjarins. Myndbandið hefst á því að hann á í hávaðarifrildi við íbúa bæjarins, sem segist ekki geta fært bílinn sinn út af snjóþyngslum. Svanur segist þá bara ætla að ryðja bílnum í burtu og uppsker mikil mótmæli bæjarbúans. Því næst ekur Svanur áfram og ryður bílnum áfram eins og öðrum snjó. Myndbandið hefur vissulega raunsæjan blæ yfir sér. En ekki er allt sem sýnist; Svanur er nefnilega lunkinn leikari og atriðið er sviðsett. Maðurinn sem á bílinn, og mótmælir aðgerðum slökkviliðsstjórans harðlega, heitir Vagn Ingólfsson. „Það var nú þannig að við áttum í vandræðum með að koma bílnum í burtu. Vagn sagði að bíllinn væri ónýtur og þá kom hugmyndin," segir Svanur sem skipaði þá Vagni að útvega myndavél. Vagn hringdi þá í félaga sína sem komu umsvifalaust vopnaðir myndvélum. „Svo æfðum við rifrildið," segir Svanur. Þeir létu síðan vaða í handritslausan spuna. Nágrannar tóku eftir erjunum og fóru út til þess að athuga hvað væri að gerast, en enginn vissi að þá að þeir væru að leika. Myndbandið var tekið upp út af þorrablóti í bænum. Það var frumflutt á laugardaginn og sett á netið í kjölfarið. Og myndbandið hefur beinlínis slegið í gegn. Að sögn Svans hefur hann ekki fengið frið síðan myndbandið birtist á vefsíðu Pressunnar í gær. Þar var hinsvegar ekki útskýrt að myndbandið væri leikið. „ótrúlegasta fólk hefur haft samband við mig vegna málsins. Meðal annars fólk sem kláraði ekki myndbandið og áttaði sig því ekki á staðreyndum málsins," segir Svanur sem hefur haft sig allan við að útskýra fyrir vinum og vandamönnum að hann sé ekki gengin af göflunum. „Myndbandið var reyndar tekið upp skömmu eftir jól. Og við urðum að þegja um atburðinn þangað til um helgina," segir Svanur, sem bætir við að sagan hefði kvisast út í bænum án þess að sannleikurinn hafi fylgt sögunni. Aðspurður segir Svanur að það sé gaman að sjá hversu mikla athygli myndbandið hafi fengið. Þetta sé gert í gríni og ánægjulegt ef fólk getur skemmt sér yfir því. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
„Síminn þagnar ekki," segir Svanur Tómasson, slökkviliðstjóri á Ólafsvík, en myndband birtist á netinu um helgina sem sýnir Svan í heldur sérkennilegum aðstæðum þegar Svanur er að ryðja snjó af götum bæjarins. Myndbandið hefst á því að hann á í hávaðarifrildi við íbúa bæjarins, sem segist ekki geta fært bílinn sinn út af snjóþyngslum. Svanur segist þá bara ætla að ryðja bílnum í burtu og uppsker mikil mótmæli bæjarbúans. Því næst ekur Svanur áfram og ryður bílnum áfram eins og öðrum snjó. Myndbandið hefur vissulega raunsæjan blæ yfir sér. En ekki er allt sem sýnist; Svanur er nefnilega lunkinn leikari og atriðið er sviðsett. Maðurinn sem á bílinn, og mótmælir aðgerðum slökkviliðsstjórans harðlega, heitir Vagn Ingólfsson. „Það var nú þannig að við áttum í vandræðum með að koma bílnum í burtu. Vagn sagði að bíllinn væri ónýtur og þá kom hugmyndin," segir Svanur sem skipaði þá Vagni að útvega myndavél. Vagn hringdi þá í félaga sína sem komu umsvifalaust vopnaðir myndvélum. „Svo æfðum við rifrildið," segir Svanur. Þeir létu síðan vaða í handritslausan spuna. Nágrannar tóku eftir erjunum og fóru út til þess að athuga hvað væri að gerast, en enginn vissi að þá að þeir væru að leika. Myndbandið var tekið upp út af þorrablóti í bænum. Það var frumflutt á laugardaginn og sett á netið í kjölfarið. Og myndbandið hefur beinlínis slegið í gegn. Að sögn Svans hefur hann ekki fengið frið síðan myndbandið birtist á vefsíðu Pressunnar í gær. Þar var hinsvegar ekki útskýrt að myndbandið væri leikið. „ótrúlegasta fólk hefur haft samband við mig vegna málsins. Meðal annars fólk sem kláraði ekki myndbandið og áttaði sig því ekki á staðreyndum málsins," segir Svanur sem hefur haft sig allan við að útskýra fyrir vinum og vandamönnum að hann sé ekki gengin af göflunum. „Myndbandið var reyndar tekið upp skömmu eftir jól. Og við urðum að þegja um atburðinn þangað til um helgina," segir Svanur, sem bætir við að sagan hefði kvisast út í bænum án þess að sannleikurinn hafi fylgt sögunni. Aðspurður segir Svanur að það sé gaman að sjá hversu mikla athygli myndbandið hafi fengið. Þetta sé gert í gríni og ánægjulegt ef fólk getur skemmt sér yfir því. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira