Slökkviliðsstjóri ryður bíl af götunni - en ekki er allt sem sýnist 30. janúar 2012 11:44 „Síminn þagnar ekki," segir Svanur Tómasson, slökkviliðstjóri á Ólafsvík, en myndband birtist á netinu um helgina sem sýnir Svan í heldur sérkennilegum aðstæðum þegar Svanur er að ryðja snjó af götum bæjarins. Myndbandið hefst á því að hann á í hávaðarifrildi við íbúa bæjarins, sem segist ekki geta fært bílinn sinn út af snjóþyngslum. Svanur segist þá bara ætla að ryðja bílnum í burtu og uppsker mikil mótmæli bæjarbúans. Því næst ekur Svanur áfram og ryður bílnum áfram eins og öðrum snjó. Myndbandið hefur vissulega raunsæjan blæ yfir sér. En ekki er allt sem sýnist; Svanur er nefnilega lunkinn leikari og atriðið er sviðsett. Maðurinn sem á bílinn, og mótmælir aðgerðum slökkviliðsstjórans harðlega, heitir Vagn Ingólfsson. „Það var nú þannig að við áttum í vandræðum með að koma bílnum í burtu. Vagn sagði að bíllinn væri ónýtur og þá kom hugmyndin," segir Svanur sem skipaði þá Vagni að útvega myndavél. Vagn hringdi þá í félaga sína sem komu umsvifalaust vopnaðir myndvélum. „Svo æfðum við rifrildið," segir Svanur. Þeir létu síðan vaða í handritslausan spuna. Nágrannar tóku eftir erjunum og fóru út til þess að athuga hvað væri að gerast, en enginn vissi að þá að þeir væru að leika. Myndbandið var tekið upp út af þorrablóti í bænum. Það var frumflutt á laugardaginn og sett á netið í kjölfarið. Og myndbandið hefur beinlínis slegið í gegn. Að sögn Svans hefur hann ekki fengið frið síðan myndbandið birtist á vefsíðu Pressunnar í gær. Þar var hinsvegar ekki útskýrt að myndbandið væri leikið. „ótrúlegasta fólk hefur haft samband við mig vegna málsins. Meðal annars fólk sem kláraði ekki myndbandið og áttaði sig því ekki á staðreyndum málsins," segir Svanur sem hefur haft sig allan við að útskýra fyrir vinum og vandamönnum að hann sé ekki gengin af göflunum. „Myndbandið var reyndar tekið upp skömmu eftir jól. Og við urðum að þegja um atburðinn þangað til um helgina," segir Svanur, sem bætir við að sagan hefði kvisast út í bænum án þess að sannleikurinn hafi fylgt sögunni. Aðspurður segir Svanur að það sé gaman að sjá hversu mikla athygli myndbandið hafi fengið. Þetta sé gert í gríni og ánægjulegt ef fólk getur skemmt sér yfir því. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
„Síminn þagnar ekki," segir Svanur Tómasson, slökkviliðstjóri á Ólafsvík, en myndband birtist á netinu um helgina sem sýnir Svan í heldur sérkennilegum aðstæðum þegar Svanur er að ryðja snjó af götum bæjarins. Myndbandið hefst á því að hann á í hávaðarifrildi við íbúa bæjarins, sem segist ekki geta fært bílinn sinn út af snjóþyngslum. Svanur segist þá bara ætla að ryðja bílnum í burtu og uppsker mikil mótmæli bæjarbúans. Því næst ekur Svanur áfram og ryður bílnum áfram eins og öðrum snjó. Myndbandið hefur vissulega raunsæjan blæ yfir sér. En ekki er allt sem sýnist; Svanur er nefnilega lunkinn leikari og atriðið er sviðsett. Maðurinn sem á bílinn, og mótmælir aðgerðum slökkviliðsstjórans harðlega, heitir Vagn Ingólfsson. „Það var nú þannig að við áttum í vandræðum með að koma bílnum í burtu. Vagn sagði að bíllinn væri ónýtur og þá kom hugmyndin," segir Svanur sem skipaði þá Vagni að útvega myndavél. Vagn hringdi þá í félaga sína sem komu umsvifalaust vopnaðir myndvélum. „Svo æfðum við rifrildið," segir Svanur. Þeir létu síðan vaða í handritslausan spuna. Nágrannar tóku eftir erjunum og fóru út til þess að athuga hvað væri að gerast, en enginn vissi að þá að þeir væru að leika. Myndbandið var tekið upp út af þorrablóti í bænum. Það var frumflutt á laugardaginn og sett á netið í kjölfarið. Og myndbandið hefur beinlínis slegið í gegn. Að sögn Svans hefur hann ekki fengið frið síðan myndbandið birtist á vefsíðu Pressunnar í gær. Þar var hinsvegar ekki útskýrt að myndbandið væri leikið. „ótrúlegasta fólk hefur haft samband við mig vegna málsins. Meðal annars fólk sem kláraði ekki myndbandið og áttaði sig því ekki á staðreyndum málsins," segir Svanur sem hefur haft sig allan við að útskýra fyrir vinum og vandamönnum að hann sé ekki gengin af göflunum. „Myndbandið var reyndar tekið upp skömmu eftir jól. Og við urðum að þegja um atburðinn þangað til um helgina," segir Svanur, sem bætir við að sagan hefði kvisast út í bænum án þess að sannleikurinn hafi fylgt sögunni. Aðspurður segir Svanur að það sé gaman að sjá hversu mikla athygli myndbandið hafi fengið. Þetta sé gert í gríni og ánægjulegt ef fólk getur skemmt sér yfir því. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira