Innlent

Karlmaður játar að hafa drekkt hundi og kastað honum í höfnina

Þingeyri.
Þingeyri.
Einn maður hefur verið ákærður fyrir að drekkja hundi á Þingeyri samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Í tilkynningunni kemur fram að einstaklingurinn hafi viðurkennt að hafa drepið hundinn.

Hundshræið fannst í höfninni við Þingeyri þann 8. desember síðastliðinn og hófst þá rannsókn lögreglunnar. Málið er nú upplýst.

Lögreglan vill í þessu sambandi minna á ákvæði reglugerðar um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni, n.t.t. 8. gr. En þar segir eftirfarandi:

„ Aðeins dýralæknar mega aflífa gæludýr, nema í neyðartilfellum þegar ekki næst í dýralækni og ætla má að sjúkdómur dýrs eða meiðsl valdi því óbærilegum kvölum eða séu banvæn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×