Lífið

Óvenjulegir tónleikar

Söngkonan Leoncie hélt tónleika á skemmtistaðnum Gauki á Stöng á laugardaginn var. Rokksveitin Dr. Spock hitaði upp fyrir indversku prinsessuna og kom mannskapnum í réttan gír fyrir framhaldið.

Sumir tónleikagestir urðu þó svolítið svekktir þegar hvítu tjaldi var rúllað út á sviðið og litrík myndbönd Leoncie voru leikin hvert á fætur öðru í dágóða stund. Söngkonan mætti þó að lokum í eigin persónu og með henni voru sex lífverðir sem bægðu ágengum aðdáendum frá.

Leoncie bauð að lokum upp uppblásna kynlífsdúkku sem einn tónleikagestanna keypti á þrettán þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×