Innlent

Mikki mús styður Ólaf Ragnar áfram í embætti forseta

Gissur Sigurðsson skrifar
Hægt er að skrá hvaða bull nafn sem er og hvaða kennitölurugl sem er, í undirskriftasöfnun,sem hófst á netinu fyrir helgi, þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson forseta, að gefa áfram kost á sér í embættið.

Forritið kannar ekki einu sinni hvort kennitalan geti verið rétt eða ekki. Þannig prófaði Fréttastofan að skrá Mikka mús, sem stuðningsmann, með kennitölu, sem ekki getur staðist, og uppskar þakklæti fyrir stuðninginn.

Klukkan sex í morgun höfðu liðlega 15.500 skráð sig á áskorunarlistann, að Mikka mús meðtöldum.

Tómas Hafliðason sem leggur stund á doktorsnám í verkfræði við Háskóla Íslands kemst að þeirri niðurstöðu að þetta er án efa verst útfærða undirskriftarsöfnun sem hefur verið gerð á undanförnum árum.

"Ég prufaði að setja inn kennitöluna sem var 111111-1119 og eitthvað rugl nafn. Þegar ég skráði kennitöluna, var sagt að hún væri skráð," segir Tómas í bloggi sínu á Eyjunni.

"Það er sem sagt ekkert próf á kennitölum og greinilega er hægt að skrá hvaða kennitölu sem er án þess að það sé nokkuð kannað hvort kennitalan sé rétt. Sé eitthvað próf, þá er það í mesta lagi hvort lengdin sé rétt og mögulega seinasti tölustafurinn."Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.