Hæstiréttur Íslands staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum af meintum skotárásarmönnum sem var handtekinn í nóvember síðastliðnum. Manninum er gefið að sök að hafa skotið á bifreið manns við Sævarhöfða þann 18. nóvember síðastliðinn en talið er að ástæðan sé óuppgerð fíkniefnaskuld. Maðurinn er talinn tengjast vélhjólagenginu Outlaws.
Þrír menn sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Einn hefur hafið afplánun vegna fyrri dóma.
Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 16. febrúar.
Outlaws-maður áfram í gæsluvarðhaldi
