Eina leiðin að mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2012 18:30 Eina leiðin til að mynda meirihluta í Kópavogi í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin er að Samfylkingin og Vinstri grænir nái samkomulagi við sjálfstæðismenn. Þetta segir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogsbæ. Viðræður Næst besta flokksins, Lista Kópavogsbúa og sjálfstæðismanna í Kópavogsbæ slitnuðu í gær. Bæjarfulltrúar bæði Næst besta flokksins og Lista Kópavogsbúa vilja ekki mynda meirihluta, heldur vilja ná samkomulagi um samstarf allra flokka í bæjarstjórn. Hjálmar Hjálmarsson lagði fram tillögu þess efnis á fundi bæjarstjórnar sem hófst kl. fimm síðdegis í dag. „Í stað núverandi fyrirkomulags, svokallaðs meirihluta/minnihlutasamstarfs, verði komið á samvinnu fulltrúa allra framboða sem eiga kjörinn fulltrúa í bæjarstjórn um starfshætti allra nefnda og ráða sem heyra undir bæjarstjórn," segir í tillögu Hjálmars. Fulltrúar stærri flokkanna telja þetta ekki ganga upp og nauðsynlegt sé að ná samkomulagi um meirihluta.Enginn starfhæfur meirihluti Í raun er enginn starfhæfur meirihluti hjá bænum og þá hefur formlegri uppsögn Guðrúnar Pálsdóttur, bæjarstjóra, verið frestað, en leggja átti fram uppsagnarbréf hennar í bæjarráði í síðustu viku. Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, sagði í samtali við fréttastofu í dag eini raunhæfi meirihlutinn í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin væri samstarf Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins en hún og Ármann Kr. Ólafsson oddviti sjálfstæðismanna hafa bæði látið hafa eftir sér að „langur vegur" sé á milli flokkanna í stefnumálum.Hafa rætt saman Guðríður sagði engar formlegar viðræður hafnar milli flokkanna en sagðist eiga von á að þær hæfust innan tíðar. Ármann Kr. sagði það sama, engar viðræður væru hafnar, en oddvitarnir hefðu rætt saman. Ármann að staðan væri þröng og sjálfstæðismenn útilokuðu ekki samstarf við neinn flokk. „Vissulega þótti mér áhugavert að lesa í Morgunblaðinu í morgun hvernig Samfylkingin bauð okkur upp í dans," segir Ármann, en í blaðinu í dag var haft eftir einum fundarmanni á fundi Samfylkingarinnar í Kópavogi gær að honum „hryllti við" samstarfi við sjálfstæðismenn. Ármann segir að bakland þeirra flokka sem standi að meirihluta þurfi að vera sátt við það samstarf sem verður myndað í Kópavogi. Ekki sé hægt að mynda meirihluta ef það gengur í berhögg við vilja almennra sjálfstæðismanna í bænum. Verður erfitt að sannfæra sjálfstæðismenn um samstarf við VG og Samfylkingu ? „Við skulum segja að þetta sem haft var eftir flokksmönnum Samfylkingarinnar geri þetta ekki auðveldara," segir Ármann Kr. thorbjorn@365.is Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Eina leiðin til að mynda meirihluta í Kópavogi í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin er að Samfylkingin og Vinstri grænir nái samkomulagi við sjálfstæðismenn. Þetta segir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogsbæ. Viðræður Næst besta flokksins, Lista Kópavogsbúa og sjálfstæðismanna í Kópavogsbæ slitnuðu í gær. Bæjarfulltrúar bæði Næst besta flokksins og Lista Kópavogsbúa vilja ekki mynda meirihluta, heldur vilja ná samkomulagi um samstarf allra flokka í bæjarstjórn. Hjálmar Hjálmarsson lagði fram tillögu þess efnis á fundi bæjarstjórnar sem hófst kl. fimm síðdegis í dag. „Í stað núverandi fyrirkomulags, svokallaðs meirihluta/minnihlutasamstarfs, verði komið á samvinnu fulltrúa allra framboða sem eiga kjörinn fulltrúa í bæjarstjórn um starfshætti allra nefnda og ráða sem heyra undir bæjarstjórn," segir í tillögu Hjálmars. Fulltrúar stærri flokkanna telja þetta ekki ganga upp og nauðsynlegt sé að ná samkomulagi um meirihluta.Enginn starfhæfur meirihluti Í raun er enginn starfhæfur meirihluti hjá bænum og þá hefur formlegri uppsögn Guðrúnar Pálsdóttur, bæjarstjóra, verið frestað, en leggja átti fram uppsagnarbréf hennar í bæjarráði í síðustu viku. Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, sagði í samtali við fréttastofu í dag eini raunhæfi meirihlutinn í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin væri samstarf Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins en hún og Ármann Kr. Ólafsson oddviti sjálfstæðismanna hafa bæði látið hafa eftir sér að „langur vegur" sé á milli flokkanna í stefnumálum.Hafa rætt saman Guðríður sagði engar formlegar viðræður hafnar milli flokkanna en sagðist eiga von á að þær hæfust innan tíðar. Ármann Kr. sagði það sama, engar viðræður væru hafnar, en oddvitarnir hefðu rætt saman. Ármann að staðan væri þröng og sjálfstæðismenn útilokuðu ekki samstarf við neinn flokk. „Vissulega þótti mér áhugavert að lesa í Morgunblaðinu í morgun hvernig Samfylkingin bauð okkur upp í dans," segir Ármann, en í blaðinu í dag var haft eftir einum fundarmanni á fundi Samfylkingarinnar í Kópavogi gær að honum „hryllti við" samstarfi við sjálfstæðismenn. Ármann segir að bakland þeirra flokka sem standi að meirihluta þurfi að vera sátt við það samstarf sem verður myndað í Kópavogi. Ekki sé hægt að mynda meirihluta ef það gengur í berhögg við vilja almennra sjálfstæðismanna í bænum. Verður erfitt að sannfæra sjálfstæðismenn um samstarf við VG og Samfylkingu ? „Við skulum segja að þetta sem haft var eftir flokksmönnum Samfylkingarinnar geri þetta ekki auðveldara," segir Ármann Kr. thorbjorn@365.is
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira