Flick My Life vefsíða ársins - almannatengill tók við verðlaununum 27. janúar 2012 20:59 Nexpo-vefverðlaunin voru afhend í kvöld og var skemmtivefurinn Flick My Life kjörinn vefur ársins. Flick My Life nýtur mikilla vinsælda en hann gengur út á það að Íslendingar senda inn skondnar myndir og skjáskot úr daglegu lífi. Almenningur kaus til verðlaunanna hér á Vísi síðustu vikur en alls bárust ríflega 16 þúsund atkvæði í þeim sex flokkum sem kosið var um. Leikur ársins var EVE Online og nýi íslenski tölvuleikurinn Moogies var kjörinn App ársins. Herferð ársins var Síminn – Villi á ferð um landið, bjartasta vonin var BetriReykjavik.is og Áhrifamesta fyrirtækið/vörumerkið á samskiptamiðli var Síminn. Þá var Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kjörin vefhetja ársins. Lögreglan heldur úti mjög góðum Facebook- og Twitter-síðum og því óhætt að segja að hún hafi verið dugleg að tileinka sér tæknina. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, tók við verðlaununum, en hann hefur ferðast til lögregluembætta víða um heim og kynnt þeim reynslu lögreglunnar á Íslandi af samfélagsvefum. Athygli vakti að Andrés Jónsson almannatengill tók við verðlaununum fyrir hönd Flick My Life. Hann sagði í ræðu sinni í kvöld að honum hefði borist tölvupóstur frá forsvarsmönnum síðunnar úr órekjanlegu póstfangi þar sem hann var vinsamlegast beðinn um að mæta fyrir þeirra hönd á hátíðina. Hann varð við því, en játaði að þetta væri líklega eitt sérkennilegasta verkefnið sem hann hefði fengið á starfsferli sínum. Mennirnir sem standa að Flick My Life hafa gert allt til þess að vernda persónu sína og hafa aldrei gefið færi á sér opinberlega. Aðdragandi Nexpo-verðlaunanna hefur að mestu leyti farið fram hér á Vísi. Í desember var almenningur hvattur til að tilnefna það sem honum hefur þótt skara fram úr í hverjum flokki fyrir sig. Þá bárust ríflega tvö þúsund tilnefningar sem dómnefnd tók við og raðaði niður í flokka. Sjálf kosningin hefur síðan farið fram hér á Vísi síðustu vikur. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Nexpo-vefverðlaunin voru afhend í kvöld og var skemmtivefurinn Flick My Life kjörinn vefur ársins. Flick My Life nýtur mikilla vinsælda en hann gengur út á það að Íslendingar senda inn skondnar myndir og skjáskot úr daglegu lífi. Almenningur kaus til verðlaunanna hér á Vísi síðustu vikur en alls bárust ríflega 16 þúsund atkvæði í þeim sex flokkum sem kosið var um. Leikur ársins var EVE Online og nýi íslenski tölvuleikurinn Moogies var kjörinn App ársins. Herferð ársins var Síminn – Villi á ferð um landið, bjartasta vonin var BetriReykjavik.is og Áhrifamesta fyrirtækið/vörumerkið á samskiptamiðli var Síminn. Þá var Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kjörin vefhetja ársins. Lögreglan heldur úti mjög góðum Facebook- og Twitter-síðum og því óhætt að segja að hún hafi verið dugleg að tileinka sér tæknina. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, tók við verðlaununum, en hann hefur ferðast til lögregluembætta víða um heim og kynnt þeim reynslu lögreglunnar á Íslandi af samfélagsvefum. Athygli vakti að Andrés Jónsson almannatengill tók við verðlaununum fyrir hönd Flick My Life. Hann sagði í ræðu sinni í kvöld að honum hefði borist tölvupóstur frá forsvarsmönnum síðunnar úr órekjanlegu póstfangi þar sem hann var vinsamlegast beðinn um að mæta fyrir þeirra hönd á hátíðina. Hann varð við því, en játaði að þetta væri líklega eitt sérkennilegasta verkefnið sem hann hefði fengið á starfsferli sínum. Mennirnir sem standa að Flick My Life hafa gert allt til þess að vernda persónu sína og hafa aldrei gefið færi á sér opinberlega. Aðdragandi Nexpo-verðlaunanna hefur að mestu leyti farið fram hér á Vísi. Í desember var almenningur hvattur til að tilnefna það sem honum hefur þótt skara fram úr í hverjum flokki fyrir sig. Þá bárust ríflega tvö þúsund tilnefningar sem dómnefnd tók við og raðaði niður í flokka. Sjálf kosningin hefur síðan farið fram hér á Vísi síðustu vikur.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira