Innlent

Ekkert snjóflóð í nótt - óvissustig enn í gildi

Hér sé hvernig snjóflóð féll í Skutulsfirði, austan megin í Engidal við Kirkjubæ í nótt.
Hér sé hvernig snjóflóð féll í Skutulsfirði, austan megin í Engidal við Kirkjubæ í nótt. mynd/Hafþór
Enn er hálka víða um landið samkvæmt upplýsingum frá vegagerðinni. Hálkublettir eru á Lyngdalsheiði og í uppsveitum á suðurlandi, en Hellisheiðin er greiðfær þó þar sé einhver þoka. Vestanlands er víðast hvar orðið autt þó hálkublettir séu á örfáum útvegum. Fyrir Norðan er er þjóðvegur eitt orðinn greiðfær en hálka er víða á útvegum og flughált inn í Eyjafirði.

Áframhaldandi hálk er svo nokkuð víða á Austulandi og einnig á nokkrum leiðum Suðaustanlands. Vegagerðin varar hins vegar vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og suðausturlandi.

Á Vestfjörðum er flughált á Steingrímsfjarðarheiði en annars hálka víða og enn ófært frá Vatnsfirði og austur yfir Klettsháls og sömu sögu eru að segja af Vatnsfjarðarhálsi í Ísafjarðardjúpi.

Þá er enn óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu á Norðanverðum Vestfjörðum en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði féll ekkert snjóflóð í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×