Hvað hefur orðið um markmið sérstaks saksóknara? 29. janúar 2012 12:12 Reimar Pétursson, hæstaréttarlögmaður, spyr hvað hafi orðið um háleit markmið sérstaks saksóknara um ákærur. Mynd/stöð 2 Reimar Pétursson, hæstaréttarlögmaður, spyr hvað hafi orðið um árangur og markmið sérstaks saksóknara um ákærur og hvað verði um embættið ef þessi markmið halda ekki. Lítið hafi komið út úr þeim 90 ákærum sem embætti hans hafði sagt að yrðu birtar á síðasta ári og árið á undan. Reimar Pétursson var ásamt Þórði Snæ Júlíussyni, blaðamanni á Fréttablaðinu, gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Farið var yfir umfjöllun fjölmiðla um mál sem eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, en Reimar hefur verið þeirrar skoðunar að umfjöllun hafi hjá sumum fjölmiðlum verið of einhliða, fjölmiðlar hafi mátt sýna sakborningum meiri sanngirni og að þeir hafi í ákveðnum tilvikum gengið nær einkalífi þeirra en tilefni er til. Hæstaréttarlögmaðurinn Reimar sagði að umfjöllun um störf sérstaks saksóknara hefði verið nokkuð einhliða og embættið hefði ekki fengið þá gagnrýni sem gæti talist eðlileg. „Það gerðist þannig í maí 2010 að það voru stórauknar fjárveitingar til sérstaks saksóknara. Það varð ekki tilefni til mikillar umfjöllunar í fjölmiðlum en á bakvið það bjó áætlun sem sérstakur saksóknari virðist hafa útbúið í byrjun árs 2010 þar sem hann boðaði það að hann myndi ákæra í 90 málum á árunum 2010, 2011, 2012 og 2013. Þessi sami sérstaki saksóknari hefur ekki lagalega stöðu eins og ríkissaksóknari, hann er ekki æviráðinn. Þannig hans sjálfstæði í störfum er allt annað en ákæruvaldsins í landinu. Hann útbýr þessa áætlun og fær fimm milljarða króna út á þessa áætlun eða eitthvað slíkt, og ég velti því fyrir mér, nú rennur hans embættistími út 2013, eða þá er hægt að leggja embættið niður. Þá fær hann þriggja mánaða uppsagnarfresti en hver er hans staða ef hann er ekki búinn að skila þessum 90 ákærum fyrir þessa fimm milljarða þegar að þeim degi kemur? Þetta er innan núverandi kjörtímabils, ég velti því fyrir mér, afhverju er engin umfjöllun um þetta?," sagði Reimar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, en þess skal getið að hann er verjandi manna sem hafa réttarstöðu sakbornings hjá embætti sérstaks saksóknara. Vart þarf að fjölyrða um að þessi áætlun hefur ekki haldist, en sérstakur saksóknari hefur gefið út ákærur í þremur stórum málum og þá hafa verið gefnar út nokkrar minni ákærur í málum sem varða vörsluskatta, sem eru mál sem embættið fékk við sameiningu við efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Í heildina voru gefnar út sjö ákærur á síðasta ári hjá embættinu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að áætlunin hefði verið lögð fram árið 2010. Hann sagði of snemmt að tala um reikningsskil embættisins á árinu 2012. Hann sagði að embættið myndi starfa út árið 2013 og að margt kæmi til með að gerast á næstu tveimur árum. Hægt er að hlusta á Sprengisand í Útvarpi Vísis. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Reimar Pétursson, hæstaréttarlögmaður, spyr hvað hafi orðið um árangur og markmið sérstaks saksóknara um ákærur og hvað verði um embættið ef þessi markmið halda ekki. Lítið hafi komið út úr þeim 90 ákærum sem embætti hans hafði sagt að yrðu birtar á síðasta ári og árið á undan. Reimar Pétursson var ásamt Þórði Snæ Júlíussyni, blaðamanni á Fréttablaðinu, gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Farið var yfir umfjöllun fjölmiðla um mál sem eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, en Reimar hefur verið þeirrar skoðunar að umfjöllun hafi hjá sumum fjölmiðlum verið of einhliða, fjölmiðlar hafi mátt sýna sakborningum meiri sanngirni og að þeir hafi í ákveðnum tilvikum gengið nær einkalífi þeirra en tilefni er til. Hæstaréttarlögmaðurinn Reimar sagði að umfjöllun um störf sérstaks saksóknara hefði verið nokkuð einhliða og embættið hefði ekki fengið þá gagnrýni sem gæti talist eðlileg. „Það gerðist þannig í maí 2010 að það voru stórauknar fjárveitingar til sérstaks saksóknara. Það varð ekki tilefni til mikillar umfjöllunar í fjölmiðlum en á bakvið það bjó áætlun sem sérstakur saksóknari virðist hafa útbúið í byrjun árs 2010 þar sem hann boðaði það að hann myndi ákæra í 90 málum á árunum 2010, 2011, 2012 og 2013. Þessi sami sérstaki saksóknari hefur ekki lagalega stöðu eins og ríkissaksóknari, hann er ekki æviráðinn. Þannig hans sjálfstæði í störfum er allt annað en ákæruvaldsins í landinu. Hann útbýr þessa áætlun og fær fimm milljarða króna út á þessa áætlun eða eitthvað slíkt, og ég velti því fyrir mér, nú rennur hans embættistími út 2013, eða þá er hægt að leggja embættið niður. Þá fær hann þriggja mánaða uppsagnarfresti en hver er hans staða ef hann er ekki búinn að skila þessum 90 ákærum fyrir þessa fimm milljarða þegar að þeim degi kemur? Þetta er innan núverandi kjörtímabils, ég velti því fyrir mér, afhverju er engin umfjöllun um þetta?," sagði Reimar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, en þess skal getið að hann er verjandi manna sem hafa réttarstöðu sakbornings hjá embætti sérstaks saksóknara. Vart þarf að fjölyrða um að þessi áætlun hefur ekki haldist, en sérstakur saksóknari hefur gefið út ákærur í þremur stórum málum og þá hafa verið gefnar út nokkrar minni ákærur í málum sem varða vörsluskatta, sem eru mál sem embættið fékk við sameiningu við efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Í heildina voru gefnar út sjö ákærur á síðasta ári hjá embættinu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að áætlunin hefði verið lögð fram árið 2010. Hann sagði of snemmt að tala um reikningsskil embættisins á árinu 2012. Hann sagði að embættið myndi starfa út árið 2013 og að margt kæmi til með að gerast á næstu tveimur árum. Hægt er að hlusta á Sprengisand í Útvarpi Vísis.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira