Innlent

Atvinnuþátttaka aldrei mælst lægri á Íslandi

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Atvinnuþátttaka mældist 78,4 prósent á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og er það lægsta hlutfall sem mælst hefur frá upphafi mælinga á Íslandi.

Þessar upplýsingar koma fram í nýju Hagtíðindum Hagstofunnar þar sem fjallað er um vinnumarkaðinn.

175.700 voru á vinnumarkaði á tímabilinu 3. október til 1. janúar 2012 en af þeim voru rúmlega 165 000 í vinnu, 10.600 voru atvinnulausir, en það þýðir að atvinnuleysið hafi verið 6 prósent í upphafi ársins og hefur því lækkað nokkuð frá síðasta ári.

Athygli vekur að atvinnuþáttakan var 78,4 prósent en þess er sérstaklega getið í Hagtíðindum að þetta sé lægsta atvinnuþátttaka frá upphafi mælinga árið 1991. Ekki eru á reiðu haldgóðar skýringar á þessu.

Atvinnuþátttaka er sá fjöldi fólks sem er við vinnu sem hlutfall af heildar vinnufærum Íslendingum. Mest var atvinnuþátttakan árið 2007, eða 83,3 prósent.

Þrátt fyrir að atvinnuþáttakan hér sé sú lægsta frá upphafi mælinga á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, er það enn svo að nánast hvergi í heiminum er atvinnuþátttaka jafn mikil og hér á landi.

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði í samtali við fréttastofu að þrátt fyrir að atvinnuþáttakan hefði fallið væri hún enn mjög há í alþjóðlegum samanburtði. „Ég held að það sé hægt að segja það að hún sé með því hæsta sem þekkist. Af þeim ríkjum þar sem mælingar eru þokkalega áreiðanlegar er þetta með því hæsta í heimi," segir Gissur. thorbjorn@stod2.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×