Þroskahamlaðir borga meira fyrir matinn en borgarfulltrúar Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. janúar 2012 16:03 Sóley furðar sig á ákvörðunum meirihlutans í borgarstjórn. Þroskahamlaðir starfsmenn Reykjavíkurborgar greiða meira fyrir hádegismat en borgarfulltrúar og embættismenn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, vekur máls á þessu atriði á bloggi sínu á vefsvæði Smugunnar. „Björk Vilhelmsdóttir, formaður Velferðarráðs telur sjálfsagt að leggja gjald á máltíðir á vinnustöðum fyrir þroskahamlaða hjá Reykjavíkurborg. Hún segir þessa nýju gjaldheimtu vera í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, að allir séu meðhöndlaðir eins. Þannig eigi fatlaðir að greiða það sama og aðrir fyrir máltíðir borgarinnar," segir Sóley á vefsíðunni. Sóley segir að þessi röksemdarfærsla standist illa. Fyrst beri að nefna að launakjör fatlaðs fólks hjá borginni séu ekki sambærileg við launakjör ófatlaðs fólks - og þannig séu alls ekki allir meðhöndlaðir eins. Gjaldskrár vegna máltíða á vegum borgarinnar séu líka afar ólíkar eftir því hverjir eigi í hlut. Sóley bendir á að fatlaðir greiði 610 krónur fyrir hverja máltíð á vernduðum vinnustöðum, en í Ráðhúsi Reykjavíkur greiði borgarfulltrúar og embættismenn 400 krónur fyrir hverja máltíð. Máltíðir í félagsmiðstöðvum eldra fólks séu svo seldar á 550 krónur. Sóley segir að gjaldskrár borgarinnar séu samþykktar um leið og fjárhagsáætlun og allar ákvarðanir þar að lútandi hafi verið teknar af meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Það er þeirra að svara spurningum um sanngirni og jöfnuð og hugmyndafræðina að baki þessa ráðahags. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Þroskahamlaðir starfsmenn Reykjavíkurborgar greiða meira fyrir hádegismat en borgarfulltrúar og embættismenn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, vekur máls á þessu atriði á bloggi sínu á vefsvæði Smugunnar. „Björk Vilhelmsdóttir, formaður Velferðarráðs telur sjálfsagt að leggja gjald á máltíðir á vinnustöðum fyrir þroskahamlaða hjá Reykjavíkurborg. Hún segir þessa nýju gjaldheimtu vera í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, að allir séu meðhöndlaðir eins. Þannig eigi fatlaðir að greiða það sama og aðrir fyrir máltíðir borgarinnar," segir Sóley á vefsíðunni. Sóley segir að þessi röksemdarfærsla standist illa. Fyrst beri að nefna að launakjör fatlaðs fólks hjá borginni séu ekki sambærileg við launakjör ófatlaðs fólks - og þannig séu alls ekki allir meðhöndlaðir eins. Gjaldskrár vegna máltíða á vegum borgarinnar séu líka afar ólíkar eftir því hverjir eigi í hlut. Sóley bendir á að fatlaðir greiði 610 krónur fyrir hverja máltíð á vernduðum vinnustöðum, en í Ráðhúsi Reykjavíkur greiði borgarfulltrúar og embættismenn 400 krónur fyrir hverja máltíð. Máltíðir í félagsmiðstöðvum eldra fólks séu svo seldar á 550 krónur. Sóley segir að gjaldskrár borgarinnar séu samþykktar um leið og fjárhagsáætlun og allar ákvarðanir þar að lútandi hafi verið teknar af meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Það er þeirra að svara spurningum um sanngirni og jöfnuð og hugmyndafræðina að baki þessa ráðahags.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira