Már ekki í deilu við Seðlabankann - heldur við kjararáð 12. janúar 2012 18:45 Lögmaður seðlabankastjóra segir málaferli hans vegna launakjara ekki vera deilu við Seðlabankann sjálfan heldur kjararáð sem hafi skort lagaheimild til að úrskurða um laun. Í lagarökum segir að ekki fái staðist að Már njóti ekki sömu réttinda á aðrir embættismenn. Í lok júní 2009 skipaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Má Guðmundsson í embætti seðlabankastjóra. Hann tók við störfum tuttugasta ágúst sama ár en þann sama dag voru samþykkt frá Alþingi lög um að kjararáði væri heimilt að ákvarða laun seðlabankastjóra og dagvinnukaup ætti ekki að vera hærra en föst laun forsætisráðherra. Laun seðlabankastjóra við ráðningu Más voru 1575 þúsund krónur. Stuttu síðar úrskurðaði Kjararáð hisn vegar að laun hans skyldu miðast við 860 þúsund krónur í dagvinnu auk fastrar yfirvinnu svo þau urðu að lokum um 1262 þúsund krónur. Þetta er sá úrskurður sem Már vill meina að hafi verið ólögmætur samkvæmt yfirliti yfir lagarök sem Andri Árnason lögmaður Más sendi fréttastofu. Hann segir að búið hafi verið að semja um launakjör við skipun í embætti og því eigi ákvörðun kjararáðs ekki við í hans tilfelli. Már vill því að héraðsdómur hnekki þeirri ákvörðun. Andri vill hins vegar ekki meina að Már sé í deilum við Seðlabankann sjálfan heldur einungis við Kjararáð. Hann þurft að beina stefnunni að Seðlabankanum þar sem hann er launagreiðandi Más. Hvorki forsætisráðherra né efnahags- og viðskiptaráðherra vildu tjá sig um málefni seðlabankastjóra þegar fréttastofan leitaði viðbragða í dag. Aðstoðarmenn beggja ráðherra vísuðu hvor á annan vegna málsins. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Lögmaður seðlabankastjóra segir málaferli hans vegna launakjara ekki vera deilu við Seðlabankann sjálfan heldur kjararáð sem hafi skort lagaheimild til að úrskurða um laun. Í lagarökum segir að ekki fái staðist að Már njóti ekki sömu réttinda á aðrir embættismenn. Í lok júní 2009 skipaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Má Guðmundsson í embætti seðlabankastjóra. Hann tók við störfum tuttugasta ágúst sama ár en þann sama dag voru samþykkt frá Alþingi lög um að kjararáði væri heimilt að ákvarða laun seðlabankastjóra og dagvinnukaup ætti ekki að vera hærra en föst laun forsætisráðherra. Laun seðlabankastjóra við ráðningu Más voru 1575 þúsund krónur. Stuttu síðar úrskurðaði Kjararáð hisn vegar að laun hans skyldu miðast við 860 þúsund krónur í dagvinnu auk fastrar yfirvinnu svo þau urðu að lokum um 1262 þúsund krónur. Þetta er sá úrskurður sem Már vill meina að hafi verið ólögmætur samkvæmt yfirliti yfir lagarök sem Andri Árnason lögmaður Más sendi fréttastofu. Hann segir að búið hafi verið að semja um launakjör við skipun í embætti og því eigi ákvörðun kjararáðs ekki við í hans tilfelli. Már vill því að héraðsdómur hnekki þeirri ákvörðun. Andri vill hins vegar ekki meina að Már sé í deilum við Seðlabankann sjálfan heldur einungis við Kjararáð. Hann þurft að beina stefnunni að Seðlabankanum þar sem hann er launagreiðandi Más. Hvorki forsætisráðherra né efnahags- og viðskiptaráðherra vildu tjá sig um málefni seðlabankastjóra þegar fréttastofan leitaði viðbragða í dag. Aðstoðarmenn beggja ráðherra vísuðu hvor á annan vegna málsins.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira