Falskt eftirlit verra en ekkert - brimsalt bjúga í skólamötuneytinu 15. janúar 2012 11:45 Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. „Neytendur hljóta að eiga skýlausan rétt á að vita hvaða fyrirtæki það eru sem hafa notað saltið í matvælaframleiðslu," segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar í samtali við fréttastofu, en hún birti blogg á vefsvæði sínu á Eyjunni. Þar lýsir hún yfir áhyggjum vegna lélegs eftirlits eftirlitsstofnanna og skrifar orðrétt: „Falskt eftirlit og falskt öryggi er nefnilega verra en ekki neitt." Aðspurð hvort Hreyfingin muni beita sér fyrir málinu á þingi segist Margrét það til skoðunar þó engin ákvörðun hafi verið tekin um það. Alþingi kemur saman á morgun en Matvælastofnun heyrir undir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sem er Steingrímur J. Sigfússon. Eftirlit með Ölgerðinni heyrir undir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, en það var Matvælastofnun sem kom upp um mistökin. Margrét segir málið vægast sagt sérkennilegt og bendir á að einstaklingar myndu ekki nota iðnaðarsalt til matreiðslu heima hjá sér. „Maður reynir að hafa hollan mat heima. En svo fara börnin manns í skólann þar sem þau borða í mötuneytinu. Og þar er stundum brimsalt bjúga í boði," segir Margrét og bætir við að það sé hrollvekjandi að hugsa til þess hversu lengi saltið hefur verið notað til matvælaframleiðslu. „Við getum tekið prufu á saltinu núna og athugað magn þungmálma í því. En hvernig var þetta fyrir tíu árum síðan?" spyr Margrét að lokum. Hún segir Hreyfinguna líklega muna beita sér fyrir því að málið verði skoðað betur á Alþingi. Alþingi Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. 14. janúar 2012 17:29 Matvælastofnun harmar gagnrýni vegna iðnaðarsalts Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 18:12 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
„Neytendur hljóta að eiga skýlausan rétt á að vita hvaða fyrirtæki það eru sem hafa notað saltið í matvælaframleiðslu," segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar í samtali við fréttastofu, en hún birti blogg á vefsvæði sínu á Eyjunni. Þar lýsir hún yfir áhyggjum vegna lélegs eftirlits eftirlitsstofnanna og skrifar orðrétt: „Falskt eftirlit og falskt öryggi er nefnilega verra en ekki neitt." Aðspurð hvort Hreyfingin muni beita sér fyrir málinu á þingi segist Margrét það til skoðunar þó engin ákvörðun hafi verið tekin um það. Alþingi kemur saman á morgun en Matvælastofnun heyrir undir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sem er Steingrímur J. Sigfússon. Eftirlit með Ölgerðinni heyrir undir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, en það var Matvælastofnun sem kom upp um mistökin. Margrét segir málið vægast sagt sérkennilegt og bendir á að einstaklingar myndu ekki nota iðnaðarsalt til matreiðslu heima hjá sér. „Maður reynir að hafa hollan mat heima. En svo fara börnin manns í skólann þar sem þau borða í mötuneytinu. Og þar er stundum brimsalt bjúga í boði," segir Margrét og bætir við að það sé hrollvekjandi að hugsa til þess hversu lengi saltið hefur verið notað til matvælaframleiðslu. „Við getum tekið prufu á saltinu núna og athugað magn þungmálma í því. En hvernig var þetta fyrir tíu árum síðan?" spyr Margrét að lokum. Hún segir Hreyfinguna líklega muna beita sér fyrir því að málið verði skoðað betur á Alþingi.
Alþingi Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. 14. janúar 2012 17:29 Matvælastofnun harmar gagnrýni vegna iðnaðarsalts Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 18:12 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07
Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. 14. janúar 2012 17:29
Matvælastofnun harmar gagnrýni vegna iðnaðarsalts Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 18:12