Kodak tapaði baráttunni við stafrænar ljósmyndir 19. janúar 2012 20:15 Tímamót urðu í sögu ljósmyndatækninnar í dag þegar Kódak fyrirtækið í Bandaríkjunum óskaði eftir greiðslustöðvun. Atvinnuljósmyndari segist ekki sakna þeirra tíma þegar allar ljósmyndir voru teknar á filmu. Kodak var stofnað fyrir hundrað og tuttugu árum og fyrirtækið var um áratuga skeið með yfirburðarstöðu á markaði með filmur og aðrar ljósmyndavörur. Fyrirtækið náði hins vegar ekki að tileinka sér stafræna tækni í ljósmyndun sem ruddi sér til rúms fyrir rúmum áratug og því fór sem fór. Gunnar V. Andrésson sem hefur starfað sem fréttaljósmyndari í nærri hálfa öld segir þetta vera tákn um breytta tíma. „Ég verslaði mikið við Kodak í gamla daga en þegar ég fór yfir í stafræna myndavél þá var það eins og að byrja í nýrri vinnu - þar með kvaddi ég viðskipti mín við Kodak." Gunnar segist ekki sakna þess að þurfa framkalla filmur í myrkrakompu. „Maður var útsullaður. Maður skemmdi föt og maður þurfti nánast að fara í bað eftir langan dag í myrkrakompu og skipta um föt." Ljósmyndavöruverslun Hans Petersen fékk Kodak umboðið hér á landi árið 1918. Framkvæmdastjóri verslunarinnar segir að markaðurinn hafi tekið miklum breytingum á síðustu tíu árum. Ólafur segir að alltof margir gleymi að prenta myndir sem eru teknar með stafrænum hætti. Fólk geymi þær í tölvunni og mikil hætta sé á að þær glatist þegar tölvan bilar. „Það er gat í fjölskyldusögu íslendinga - tíu ára gat. Ég held að við eigum eftir að sjá ljósmyndina og prentun á myndum koma aftur til baka." Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Tímamót urðu í sögu ljósmyndatækninnar í dag þegar Kódak fyrirtækið í Bandaríkjunum óskaði eftir greiðslustöðvun. Atvinnuljósmyndari segist ekki sakna þeirra tíma þegar allar ljósmyndir voru teknar á filmu. Kodak var stofnað fyrir hundrað og tuttugu árum og fyrirtækið var um áratuga skeið með yfirburðarstöðu á markaði með filmur og aðrar ljósmyndavörur. Fyrirtækið náði hins vegar ekki að tileinka sér stafræna tækni í ljósmyndun sem ruddi sér til rúms fyrir rúmum áratug og því fór sem fór. Gunnar V. Andrésson sem hefur starfað sem fréttaljósmyndari í nærri hálfa öld segir þetta vera tákn um breytta tíma. „Ég verslaði mikið við Kodak í gamla daga en þegar ég fór yfir í stafræna myndavél þá var það eins og að byrja í nýrri vinnu - þar með kvaddi ég viðskipti mín við Kodak." Gunnar segist ekki sakna þess að þurfa framkalla filmur í myrkrakompu. „Maður var útsullaður. Maður skemmdi föt og maður þurfti nánast að fara í bað eftir langan dag í myrkrakompu og skipta um föt." Ljósmyndavöruverslun Hans Petersen fékk Kodak umboðið hér á landi árið 1918. Framkvæmdastjóri verslunarinnar segir að markaðurinn hafi tekið miklum breytingum á síðustu tíu árum. Ólafur segir að alltof margir gleymi að prenta myndir sem eru teknar með stafrænum hætti. Fólk geymi þær í tölvunni og mikil hætta sé á að þær glatist þegar tölvan bilar. „Það er gat í fjölskyldusögu íslendinga - tíu ára gat. Ég held að við eigum eftir að sjá ljósmyndina og prentun á myndum koma aftur til baka."
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira