Innlent

Aðeins helmingur flugferða á réttum tíma

Aðeins um helmingur véla Icelandair og Iceland Express frá landinu var á réttum tíma seinnihluta desember. Álíka hlutfall af ferðum Icelandair til Keflavíkur stóðst hinsvegar áætlun. Þetta kemur fram á vefsíðunni túristi.is.

Þar segir að komutímar Iceland Express héldu næstum aldrei og biðin eftir vélum þess var að jafnaði rúmur klukkutími. Kuldatíð síðustu vikna er líklega helsta ástæðan fyrir miklum töfum á millilandaflugi á seinni hluta nýliðins mánaðar, að því er segir á vefsíðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×