Innlent

Aukin starfsemi á mörgum sviðum þrátt fyrir niðurskurð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Zoëga er forstjóri Landspítalans.
Björn Zoëga er forstjóri Landspítalans.
Komum á bráðamóttöku Landspítalans fjölgaði um 5,6% á nýliðnu árið miðað við árið á undan, legudögum fjölgaði um 3,5% og fjöldi skurðaðgerða jókst um 4,9%. Þetta kemur fram í föstudagspistli Björns Zoëga forstjóra Landspítalans sem birtist á vef spítalans í dag.

„Á sama tíma voru fjárframlög til spítalans skorin niður en samkvæmt útkomuspá okkar fyrir árið 2011 náum við að vera innan fjárlagarammans og örlítið í plús. Er það annað árið í röð sem við náum því markmiði. Starfsfólk spítalans hefur þannig enn og aftur unnið þrekvirki af hógværð og með öryggi sjúklinga að leiðarljósi," segir Björn og óskar starfsfólki sínu til hamingju með árangurinn.

Þá vakti Björn athygli á því að Oddfellowhreyfingin hafi nú eftir áramót gefið Landspítala framkvæmdir við líknardeildina í Kópavogi fyrir um 100 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×