Lýtalæknirinn mögulega skaðabótaskyldur 7. janúar 2012 20:00 Ábyrgð lýtalæknisins er mun meiri þar sem hann flutti púðana inn sjálfur, að mati talsmanns neytenda. Hann telur að konur sem fengu grædda í sig PIP púða hér á landi geti átt rétt á skaðabótum. Þrjátíu íslenskar konur með gallaða sílikonpúða frá franska framleiðandanum PIP hafa fengið lögfræðing til að undirbúa málsókn á hendur lýtalækni sínum, Jens Kjartanssyni. Konurnar krefjast þess að fá púðana fjarlægða sér að kostnaðarlausu. Læknirinn gerði ekki aðeins aðgerðir á konunum heldur flutti púðana líka inn. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir það auka á ábyrgð hans. Um tvenns konar ábyrgð gagnvart konunum sé að ræða, annars vega sérfræðingaábyrgð og hins vegar hlutlæga ábyrgð. „Hún er aðeins háð því að vara teljist hafa verið gölluð. Til dæmis ekki eins örugg eins og vænta mátti, sem ég tel nú líklegt að eigi við í þessu tilviki. Hún hvílir á framleiðendum, innflytjendum og dreifingaraðilum vörum," segir Gísli. Þær konur sem hafi orðið fyrir fjárhagslegu eða tilfinninglegu tjóni geti því átt rétt á skaðabótum. „Síðan þarf að sýna fram á orsakatengsl og tjón. Tjónið er væntanlega margþætt, það er annars vegar fjárhagslegt tjón vegna vinnutaps og kostnaðar við aðgerð ef að hið opinbera dekkar það ekki. Síðan er það hugsanlega miskatjón," segir Gísli. Jens segir það sjálfur í höndum lögfræðinga að meta ábyrgð sína. Guðbjartur Hannesson velferðaráðherra sagði í fréttum okkar í gær að til greina komi að ríkið tryggi lækniskoðun allra þeirra kvenna sem eru með sílikonpúða frá PIP og aðgerðir fyrir þær sem þurfa að láta fjarlægja púða sem leka. Ljóst er að kostnaður af slíku er nokkur. Guðbjartur segir verið að fara yfir það hvort að umræddur læknir verði látinn taka þátt í kostnaði. „Það er alveg ljóst að það eru ótrúlega margar spurningar sem hafa vaknað í kringum þetta mál. Þetta er unnið meira og minna á einkastofu. Þarna er sami innflytjandi og söluaðili á hlutunum sem notaðir eru og gerir aðgerðirnar. Það eru mjög mörg álitamál," segir Guðbjartur. Tengdar fréttir Ónýtu sílíkonpúðarnir mesta áfall ferilsins Lýtalæknirinn, sem flutti inn PIP sílikon púðana hingað til lands, segir málið mesta áfall sem hann hafi lent í á ævinni fyrir utan veikindi konu sinnar. Hvarflað hafi að honum að hætta störfum. Myndir sem fylgja þessari frétt eru ekki fyrir viðkvæma. Um fjögur hundruð íslenskar konur eru með sílikonpúða frá franska framleiðandanum PIP. Jens Kjartansson, lýtalæknir, framkvæmdi aðgerðir á nær öllum þessum fjögur hundruð konunum á árunum 2000 til 2010 á skurðstofu í Domus medica. Hann flutti einnig sjálfur sílikonpúðana inn til landsins og í örfáum tilvikum lánaði hann PIP sílikonpúða til félaga sinna á skurðstofunni. 7. janúar 2012 19:30 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Ábyrgð lýtalæknisins er mun meiri þar sem hann flutti púðana inn sjálfur, að mati talsmanns neytenda. Hann telur að konur sem fengu grædda í sig PIP púða hér á landi geti átt rétt á skaðabótum. Þrjátíu íslenskar konur með gallaða sílikonpúða frá franska framleiðandanum PIP hafa fengið lögfræðing til að undirbúa málsókn á hendur lýtalækni sínum, Jens Kjartanssyni. Konurnar krefjast þess að fá púðana fjarlægða sér að kostnaðarlausu. Læknirinn gerði ekki aðeins aðgerðir á konunum heldur flutti púðana líka inn. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir það auka á ábyrgð hans. Um tvenns konar ábyrgð gagnvart konunum sé að ræða, annars vega sérfræðingaábyrgð og hins vegar hlutlæga ábyrgð. „Hún er aðeins háð því að vara teljist hafa verið gölluð. Til dæmis ekki eins örugg eins og vænta mátti, sem ég tel nú líklegt að eigi við í þessu tilviki. Hún hvílir á framleiðendum, innflytjendum og dreifingaraðilum vörum," segir Gísli. Þær konur sem hafi orðið fyrir fjárhagslegu eða tilfinninglegu tjóni geti því átt rétt á skaðabótum. „Síðan þarf að sýna fram á orsakatengsl og tjón. Tjónið er væntanlega margþætt, það er annars vegar fjárhagslegt tjón vegna vinnutaps og kostnaðar við aðgerð ef að hið opinbera dekkar það ekki. Síðan er það hugsanlega miskatjón," segir Gísli. Jens segir það sjálfur í höndum lögfræðinga að meta ábyrgð sína. Guðbjartur Hannesson velferðaráðherra sagði í fréttum okkar í gær að til greina komi að ríkið tryggi lækniskoðun allra þeirra kvenna sem eru með sílikonpúða frá PIP og aðgerðir fyrir þær sem þurfa að láta fjarlægja púða sem leka. Ljóst er að kostnaður af slíku er nokkur. Guðbjartur segir verið að fara yfir það hvort að umræddur læknir verði látinn taka þátt í kostnaði. „Það er alveg ljóst að það eru ótrúlega margar spurningar sem hafa vaknað í kringum þetta mál. Þetta er unnið meira og minna á einkastofu. Þarna er sami innflytjandi og söluaðili á hlutunum sem notaðir eru og gerir aðgerðirnar. Það eru mjög mörg álitamál," segir Guðbjartur.
Tengdar fréttir Ónýtu sílíkonpúðarnir mesta áfall ferilsins Lýtalæknirinn, sem flutti inn PIP sílikon púðana hingað til lands, segir málið mesta áfall sem hann hafi lent í á ævinni fyrir utan veikindi konu sinnar. Hvarflað hafi að honum að hætta störfum. Myndir sem fylgja þessari frétt eru ekki fyrir viðkvæma. Um fjögur hundruð íslenskar konur eru með sílikonpúða frá franska framleiðandanum PIP. Jens Kjartansson, lýtalæknir, framkvæmdi aðgerðir á nær öllum þessum fjögur hundruð konunum á árunum 2000 til 2010 á skurðstofu í Domus medica. Hann flutti einnig sjálfur sílikonpúðana inn til landsins og í örfáum tilvikum lánaði hann PIP sílikonpúða til félaga sinna á skurðstofunni. 7. janúar 2012 19:30 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Ónýtu sílíkonpúðarnir mesta áfall ferilsins Lýtalæknirinn, sem flutti inn PIP sílikon púðana hingað til lands, segir málið mesta áfall sem hann hafi lent í á ævinni fyrir utan veikindi konu sinnar. Hvarflað hafi að honum að hætta störfum. Myndir sem fylgja þessari frétt eru ekki fyrir viðkvæma. Um fjögur hundruð íslenskar konur eru með sílikonpúða frá franska framleiðandanum PIP. Jens Kjartansson, lýtalæknir, framkvæmdi aðgerðir á nær öllum þessum fjögur hundruð konunum á árunum 2000 til 2010 á skurðstofu í Domus medica. Hann flutti einnig sjálfur sílikonpúðana inn til landsins og í örfáum tilvikum lánaði hann PIP sílikonpúða til félaga sinna á skurðstofunni. 7. janúar 2012 19:30