Innlent

Vonast til að Bandaríkjamenn setji varabirgðir á markað

Magnús Ásgeirsson, innkaupsstjóri hjá N1 og einn helsti olíusérfræðingur þjóðarinnar.
Magnús Ásgeirsson, innkaupsstjóri hjá N1 og einn helsti olíusérfræðingur þjóðarinnar.
„Já, það er regla, grunnregla á markaði, að þegar krónan veikist fer olían upp og svo í hina áttina þegar verð á olíunni fer niður," segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri hjá N1, þegar hann fór yfir hátt verð á olíu og ástæðum þess í Reykjavík síðdegis í dag.

Hann bendir sjálfur á að verð sé óvanalega hátt þessa stundina og hafi snarhækkað eftir áramót. Meðal helstu útskýringa er ófriður við Homs sund í Íran en stjórnvöld þar í landi hafa hótað að loka siglingaleiðinni, sem er sú mikilvægasta í heiminum fyrir olíu.

Hann segir hátt verð einnig skýrast af veikri stöðu krónunnar gegn dollaranum en heimsmarkaðsverð á olíu eru 1150 dollarar á tonnið. Fyrir áramót voru það 900 dollarar. Magnús segist búast við frekari hækkunum næstu mánuði, enda hefur það verið regla að olíuverð hækkar um miðjan apríl og verð haldist hátt í nokkrar vikur.

Magnús segir stöðuna nú vera þá að flestir bíði eftir því að stórþjóðir komi varabirgðum á markað. Þá myndi bensínverðið lækka. Hann veðjar sjálfur á að Bandaríkjamenn ríði á vaðið, enda forsetakosningar í nánd og hátt olíuverð í heiminum kemur einnig illa við borgara þar í landi, eins og víðast hvar annarsstaðar.

Hægt er að hlusta á fróðlegt viðtal við Magnús hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×