Innlent

Lúðvík Geirsson segir málþóf á þingi: "Verði þeim að góðu“

Lúðvík Geirsson.
Lúðvík Geirsson.
„Nú eru rétt rúmar tvær klukkustundir til miðnættis og Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að hertaka ræðustól Alþingis næstu tvær klukkustundirnar í það minnsta, eins og reyndin hefur verið meira og minna í allan dag," skrifaði Lúðvík Geirsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sína klukkan tíu í kvöld þar sem hann gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn og sakar þingmenn flokksins um málþóf þar sem tekist er á um hvort bera eigi drög stjórnlagaráðs undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningunum.

Hann bætir við: „Það er einbeittur og skýr vilji flokksins að þjóðin fái ekki að greiða atkvæði um stjórnarskrármálið samhliða forsetakosningum í sumar."

Náist ekki að greiða atkvæði um málið á miðnætti, verður ekki mögulegt að kjósa um drögin samhliða forsetakosningunum.

Lúðvík segir því að lokum: „Tíminn er að renna út og íhaldið er að ná sínu fram með málþófi gegn þjóðarvilja. Verði þeim að góðu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×