Handahófskennd og heillandi 22. nóvember 2012 12:00 Sóley Stefánsdóttir Blandar saman naumhyggju og góðum melódíum, samkvæmt blaðamanni The Irish Times.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Blaðamaður dagblaðsins The Irish Times gefur nýafstaðinni tónlistarhátíð, Iceland Airwaves, fína einkunn. Tónleikar Sóleyjar í Iðnó fá mjög góða dóma. „Hún er með æðislega rödd, notar svalar „lúppur" og blandar á snilldarlegan hátt saman góðum melódíum og naumhyggju, sem minnir á Lauru Veirs," skrifaði blaðamaðurinn, sem hreifst einnig af tónleikum FM Belfast sama kvöld. „FM Belfast er ein skemmtilegasta tónleikasveit í heimi og hún sá til þess að ekki kom til greina að íslenskir tónleikagestir, sem eru vanir að setjast niður hvenær sem þeim dettur í hug, gætu gert það." Tónleikar Samaris í Hafnarhúsinu fá einnig flotta dóma. „Samaris spilaði frábæra, drungalega elektróníska tónlist, sem minnti á Bat For Lashes og Fever Ray." Loks minnist írski blaðamaðurinn á lokatónleika Sigur Rósar í Nýju Laugardalshöllinni og segir þá hafa verið fallega og epíska. „Flottur endir á tónlistarhátíð sem er yndislega handahófskennd, skrítin, skemmtileg, heillandi og frekar falleg. Þetta var Jumanji-tónleikablanda þar sem þú veist aldrei hvað gerist á næstu tónleikum. Allir sem ég talaði við sögðu að um leið og þú hefðir heimsótt Ísland vildir þú snúa þangað aftur. Þeir höfðu rétt fyrir sér." - fb Lífið Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Blaðamaður dagblaðsins The Irish Times gefur nýafstaðinni tónlistarhátíð, Iceland Airwaves, fína einkunn. Tónleikar Sóleyjar í Iðnó fá mjög góða dóma. „Hún er með æðislega rödd, notar svalar „lúppur" og blandar á snilldarlegan hátt saman góðum melódíum og naumhyggju, sem minnir á Lauru Veirs," skrifaði blaðamaðurinn, sem hreifst einnig af tónleikum FM Belfast sama kvöld. „FM Belfast er ein skemmtilegasta tónleikasveit í heimi og hún sá til þess að ekki kom til greina að íslenskir tónleikagestir, sem eru vanir að setjast niður hvenær sem þeim dettur í hug, gætu gert það." Tónleikar Samaris í Hafnarhúsinu fá einnig flotta dóma. „Samaris spilaði frábæra, drungalega elektróníska tónlist, sem minnti á Bat For Lashes og Fever Ray." Loks minnist írski blaðamaðurinn á lokatónleika Sigur Rósar í Nýju Laugardalshöllinni og segir þá hafa verið fallega og epíska. „Flottur endir á tónlistarhátíð sem er yndislega handahófskennd, skrítin, skemmtileg, heillandi og frekar falleg. Þetta var Jumanji-tónleikablanda þar sem þú veist aldrei hvað gerist á næstu tónleikum. Allir sem ég talaði við sögðu að um leið og þú hefðir heimsótt Ísland vildir þú snúa þangað aftur. Þeir höfðu rétt fyrir sér." - fb
Lífið Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira