Innlent

Kýldur fyrir utan skemmtistað á Akureyri

Akureyri
Akureyri
Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á Akureyri laust fyrir klukkan fjögur í nótt grunaður um líkamsárás. Varðstjóri hjá lögreglu segir að maðurinn hafi kýlt annan mann fyrir utan skemmtistað í miðbænum með þeim afleiðingum að sá vankaðist og var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Árásarmaðurinn gisti fangageymslu og verður yfirheyrður þegar hann er búinn að sofa úr sér áfengisvímuna. Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvunarakstur á Akureyri í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×