Innlent

Náttúruminjasafnið uppfyllir ekki lögbundnar skyldur sínar

Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að Náttúruminjasafnið sé að mörgu leyti enn á byrjunarreit og uppfylli hvorki lögbundnar skyldur sínar sem safn né höfuðsafn að fullu.
Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að Náttúruminjasafnið sé að mörgu leyti enn á byrjunarreit og uppfylli hvorki lögbundnar skyldur sínar sem safn né höfuðsafn að fullu.
Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að Náttúruminjasafnið sé að mörgu leyti enn á byrjunarreit og uppfylli hvorki lögbundnar skyldur sínar sem safn né höfuðsafn að fullu. Stjórnvöld þurfi að ákveða hvernig haga eigi starfseminni til framtíðar og móta skýra stefnu um hana.

Í skýrslunni segir meðal annars að starfsemin fari fram í óhentugu bráðabirgðahúsnæði og sýningarhald sé ekki enn hafið. Þá segir Ríkisendurskoðun að annaðhvort verði að efla safnið sem sérstaka stofnun eða sameina það annarri stofnun.

Náttúrminjasafnið var stofnað árið 2007 og hefur einkum það hlutverk að safna og varðveita muni sem tengjast náttúru Íslands, fræða almenning um hana og annast rannsóknir á starfssviði sínu.

Hægt er að lesa skýrslu Ríkisendurskoðunar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×