Jákvæð teikn á lofti í atvinnumálum þrátt fyrir minni atvinnuþátttöku Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. janúar 2012 21:20 Þrátt fyrir minnkandi atvinnuþáttöku eru jákvæð teikn á lofti en alls hafa fjögur fyrirtæki nýtt sér lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga til að örva atvinnulífið hér á landi og þá eru tíu sambærilegar umsóknir í vinnslu. Margir tekjustofnar ríkissjóðs veiktust verulega eða hurfu nær alveg í kjölfar hrunsins. Skattahækkanir reyndust því nauðsynlegar til að forða ríkissjóði frá miklu tekjutapi. Fram kom í erindi Oddnýjar Harðardóttir, fjármálaráðherra, á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær að þær breytingar væru nú að mestu yfirstaðnar. Þetta hljóta að vera góð tíðindi fyrir skattgreiðendur þessa lands sem, miðað við þessi orð fjármálaráðherra, hafa ekki ástæðu til að ætla að skattar hækki mikið meira í náinni framtíð. Atvinnuleysi mældist 6 prósent í upphafi ársins. Fram kom í glærukynningu Oddnýjar að nýjustu tölur sýndu að atvinnuleysi væri á niðurleið. Það væri þó enn of hátt og atvinnumál væru og yrðu forgangsmál ríkisstjórnarinnar. Meðal þess sem ríkisstjórnin hefur gert til að örva atvinnuuppbyggingu eru lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga, en nú þegar hafa fjögur fyrirtæki nýtt sér þau. Þetta eru álþynnuverksmiðja Becromal á Akureyri, en nú er fyrirtækið að skoða frekari stækkkun. Þá má nefna Kísilmálmverksmiðju Thorsil, en samningaviðræður milli fyrirtækisins og Landsvirkjunar standa nú yfir um orkunýtingu á Norðausturlandi. Hér undir fellur líka kísilmálmverksmiðja Íslenska Kísilfélagsins í Helguvík. Framkvæmdir vegna hennar hafa tafist en hefjast vonandi í vor. Að lokum má hér nefna gagnaver Verne Holdings á Keflavíkurflugvelli, en það tekur formlega til starfa hinn 8. febrúar næstkomandi. Fjármálaráðherra sagði í gær að nú væru tíu sambærilegar umsóknir í vinnslu, en greindi ekki frá því um hvaða umsóknir væri að ræða. Tengdar fréttir Atvinnuþátttaka aldrei mælst lægri á Íslandi Atvinnuþátttaka mældist 78,4 prósent á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og er það lægsta hlutfall sem mælst hefur frá upphafi mælinga á Íslandi. 29. janúar 2012 21:13 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Þrátt fyrir minnkandi atvinnuþáttöku eru jákvæð teikn á lofti en alls hafa fjögur fyrirtæki nýtt sér lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga til að örva atvinnulífið hér á landi og þá eru tíu sambærilegar umsóknir í vinnslu. Margir tekjustofnar ríkissjóðs veiktust verulega eða hurfu nær alveg í kjölfar hrunsins. Skattahækkanir reyndust því nauðsynlegar til að forða ríkissjóði frá miklu tekjutapi. Fram kom í erindi Oddnýjar Harðardóttir, fjármálaráðherra, á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær að þær breytingar væru nú að mestu yfirstaðnar. Þetta hljóta að vera góð tíðindi fyrir skattgreiðendur þessa lands sem, miðað við þessi orð fjármálaráðherra, hafa ekki ástæðu til að ætla að skattar hækki mikið meira í náinni framtíð. Atvinnuleysi mældist 6 prósent í upphafi ársins. Fram kom í glærukynningu Oddnýjar að nýjustu tölur sýndu að atvinnuleysi væri á niðurleið. Það væri þó enn of hátt og atvinnumál væru og yrðu forgangsmál ríkisstjórnarinnar. Meðal þess sem ríkisstjórnin hefur gert til að örva atvinnuuppbyggingu eru lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga, en nú þegar hafa fjögur fyrirtæki nýtt sér þau. Þetta eru álþynnuverksmiðja Becromal á Akureyri, en nú er fyrirtækið að skoða frekari stækkkun. Þá má nefna Kísilmálmverksmiðju Thorsil, en samningaviðræður milli fyrirtækisins og Landsvirkjunar standa nú yfir um orkunýtingu á Norðausturlandi. Hér undir fellur líka kísilmálmverksmiðja Íslenska Kísilfélagsins í Helguvík. Framkvæmdir vegna hennar hafa tafist en hefjast vonandi í vor. Að lokum má hér nefna gagnaver Verne Holdings á Keflavíkurflugvelli, en það tekur formlega til starfa hinn 8. febrúar næstkomandi. Fjármálaráðherra sagði í gær að nú væru tíu sambærilegar umsóknir í vinnslu, en greindi ekki frá því um hvaða umsóknir væri að ræða.
Tengdar fréttir Atvinnuþátttaka aldrei mælst lægri á Íslandi Atvinnuþátttaka mældist 78,4 prósent á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og er það lægsta hlutfall sem mælst hefur frá upphafi mælinga á Íslandi. 29. janúar 2012 21:13 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Atvinnuþátttaka aldrei mælst lægri á Íslandi Atvinnuþátttaka mældist 78,4 prósent á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og er það lægsta hlutfall sem mælst hefur frá upphafi mælinga á Íslandi. 29. janúar 2012 21:13