Kannað hvort borpöllum verði betur þjónað frá Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2012 19:04 Breskt-norskt olíuleitarfélag hefur óskað eftir að norsk stjórnvöld meti hvort hentugra sé að þjónusta olíuborpalla á norska hluta Jan Mayen-svæðisins frá Íslandi eða Jan Mayen. Þrjú ár eru frá því íslensk stjórnvöld buðu fyrst fram Drekasvæðið til olíuvinnslu og fyrir rúmu ári hófu norsk stjórnvöld matsferli með það að markmiði að opna á olíuvinnslu sín megin á Jan Mayen-hryggnum. Samningar ríkjanna kveða á um gagnkvæman 25 prósenta nýtingarrétt á hluta svæðisins en það er innan samvinnusvæðisins sem olía hefur nú verið staðfest í Sigurðarfjalli. Frá þeim stað eru um 400 kílómetrar til næstu hafnar á Íslandi, Þórshafnar á Langanesi, en mun styttra er til Jan Mayen eða um 260 kílómetrar. Olíufélög eru farin að huga að því hvernig best sé að þjónusta olíuborpalla á svæðinu en olíumálaráðuneyti Noregs barst á nýliðnu ári formleg ósk um að tekið yrði inn í matsferlið hvort Ísland eða Jan Mayen hentaði betur sem þjónustumiðstöð. Óskin var send inn í nafni norska félagsins Sagex Petrolium um það leyti sem það sameinaðist breska félaginu Valiant Petrolium. Félagið bendir á að með bækistöð á Jan Mayen gætu þyrlur af gerðinni Sikorsky S-92 komist um allt norska svæðið án takmarkana. Gallar við Jan Mayen eru taldir að þar sé enga þjónustu að fá og flugbrautin mjög frumstæð. Uppbygging þar myndi þýða inngrip í náttúruna og miklar fjárfestingar, sem yrðu til lítils ef ekki fyndist olía í vinnanlegu magni. Sagex hvetur því norska olíumálaráðuneytið til að kanna þann valkost að hafa þjónustumiðstöð olíuborpalla á Íslandi. Bent er á að næsti flugvöllur sé á Þórshöfn. Sikorsky-þyrlur, sem gerðar yrðu út þaðan, þyrftu þó aukaeldsneytisgeyma og fækka yrði við það farþegasætum úr 19 niður í 14. Þess má geta að Langanesbyggð og Vopnafjörður vinna í sameiningu að því að þjónustumiðstöð olíuleitarinnar verði á Norðausturlandi. Vegna EES-samningsins geta íslensk stjórnvöld ekki gert kröfu um að olíuleit í íslenskri lögsögu verði þjónað frá Íslandi. Samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar gætu þau hins vegar sett skilyrði vegna öryggis- og umhverfismála sem gerðu það að verkum að þjónustumiðstöð yrði að vera hérlendis. Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Breskt-norskt olíuleitarfélag hefur óskað eftir að norsk stjórnvöld meti hvort hentugra sé að þjónusta olíuborpalla á norska hluta Jan Mayen-svæðisins frá Íslandi eða Jan Mayen. Þrjú ár eru frá því íslensk stjórnvöld buðu fyrst fram Drekasvæðið til olíuvinnslu og fyrir rúmu ári hófu norsk stjórnvöld matsferli með það að markmiði að opna á olíuvinnslu sín megin á Jan Mayen-hryggnum. Samningar ríkjanna kveða á um gagnkvæman 25 prósenta nýtingarrétt á hluta svæðisins en það er innan samvinnusvæðisins sem olía hefur nú verið staðfest í Sigurðarfjalli. Frá þeim stað eru um 400 kílómetrar til næstu hafnar á Íslandi, Þórshafnar á Langanesi, en mun styttra er til Jan Mayen eða um 260 kílómetrar. Olíufélög eru farin að huga að því hvernig best sé að þjónusta olíuborpalla á svæðinu en olíumálaráðuneyti Noregs barst á nýliðnu ári formleg ósk um að tekið yrði inn í matsferlið hvort Ísland eða Jan Mayen hentaði betur sem þjónustumiðstöð. Óskin var send inn í nafni norska félagsins Sagex Petrolium um það leyti sem það sameinaðist breska félaginu Valiant Petrolium. Félagið bendir á að með bækistöð á Jan Mayen gætu þyrlur af gerðinni Sikorsky S-92 komist um allt norska svæðið án takmarkana. Gallar við Jan Mayen eru taldir að þar sé enga þjónustu að fá og flugbrautin mjög frumstæð. Uppbygging þar myndi þýða inngrip í náttúruna og miklar fjárfestingar, sem yrðu til lítils ef ekki fyndist olía í vinnanlegu magni. Sagex hvetur því norska olíumálaráðuneytið til að kanna þann valkost að hafa þjónustumiðstöð olíuborpalla á Íslandi. Bent er á að næsti flugvöllur sé á Þórshöfn. Sikorsky-þyrlur, sem gerðar yrðu út þaðan, þyrftu þó aukaeldsneytisgeyma og fækka yrði við það farþegasætum úr 19 niður í 14. Þess má geta að Langanesbyggð og Vopnafjörður vinna í sameiningu að því að þjónustumiðstöð olíuleitarinnar verði á Norðausturlandi. Vegna EES-samningsins geta íslensk stjórnvöld ekki gert kröfu um að olíuleit í íslenskri lögsögu verði þjónað frá Íslandi. Samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar gætu þau hins vegar sett skilyrði vegna öryggis- og umhverfismála sem gerðu það að verkum að þjónustumiðstöð yrði að vera hérlendis.
Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira