Lífið

Katie Holmes reynir að lifa venjulegu lífi

Myndir/COVERMEDIA
Leikkonan Katie Holmes reynir nú hvað hún getur að lifa eðlilegu lífi eftir að hún skildi við stórstjörnuna og leikarann Tom Cruise.

Holmes hefur sést mikið með dóttur sinni, Suri Cruise á förnum vegi í stórborginni New York þar sem þær búa en meðal annars sást til þeirra ná sér í leigubíl fyrir utan heimili þeirra í vikunni. Þær veita ljósmyndurum enga athygli en það virðist ekki duga til að losna við þá.

Sjá má mæðgurnar í meðfylgjandi myndasafni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.