Versta fjöldamorð norðurlanda á okkar tímum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. júlí 2012 19:15 Fjöldamorðin í stjórnarráðshverfinu í Ósló og Útey eru þau versta á norðurlöndum á okkar tímum. Ljóst er að voðaverkin eru afrakstur margra ára undirbúnings Anders Behring Breivik. Afleiðinga þeirra verður þó fundið um ókominn ár. Fyrstu fregnir af voðaverkunum í Noregi voru óljósar. Mikil ringulreið myndaðist Ósló í kjölfar sprengjutilræðisins. Yfirvöld og fjölmiðlar einblíndu á höfuðborgina á meðan Breivik ók í átt að Útey. Átta létust í sprengingunni í stjórnarráðshverfinu og hátt í 200 særðust, þar af margir alvarlega. Nú er orðið ljóst að Breivik notaðist við áburð og brennsluolíu þegar hann bjó til sprengjuna. Hann lagði síðan bíl fyrir utan skrifstofur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Eins og sjá má þessum myndum var sprenging afar öflug og eyðilegging mikil. En á meðan óðagotið stóð yfir í Osló fékk Breivik tækifæri til að athafna sig í Útey. Lögregluyfirvöld komust þó fljótt á snoðirnar um atburðina í Útey en heildarmynd hryllingsins var þó enn á huldu. Sextíu og níu manns létust í Útey en rúmlega fimm hundruð og tuttugu ungmenni og skipuleggjendur voru á eyjunni. Hundrað og tíu særðust. Skotárásin stóð yfir í rúma eina og hálfa klukkustund. Nokkrir reyndu að synda í land í ísköldu vatninu á meðan aðrir leituðu skjóls við strendur eyjunnar. Það var síðan sérsveit norsku lögreglunnar sem handsamaði loks Breivik. Björgunarmenn og sjúkraliðar gátu þá hafið björgunarstörf. Sögur þeirra sem komust lífs af eru martröð líkastar. Breivik er sagður hafa verið yfirvegaður og skipulagður. Það var síðan sextánda apríl síðastliðinn þegar Breivik var fluttur frá Ila öryggisfangelsinu til héraðsdómshússins í Osló. Breivik heilsaði að hætti fasista þegar hann var leiddur inn í dómssalinn. Breivik hefur gengist við sakargiftum en réttlætir verkanaðinn með því að vísa í neyðarvarnarsjónarmið. Fjöldamorðin hafi verið viðbragð við fjölmenningarstefnu norskra yfirvalda sem hann telur að hafi stofnað heill þjóðarinnar í hættu. Talið er að dómur í máli Breiviks verði kveðinn seint í næsta mánuði. Verði hann fundinn sakhæfur á hann yfir höfði sér tuttugu og eins árs hámarksrefsingu. Ef hann verður úrskurðaður geðveikur verður hann að öllum líkindum dæmdur til vistunar á viðeigandi stofnun. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Fjöldamorðin í stjórnarráðshverfinu í Ósló og Útey eru þau versta á norðurlöndum á okkar tímum. Ljóst er að voðaverkin eru afrakstur margra ára undirbúnings Anders Behring Breivik. Afleiðinga þeirra verður þó fundið um ókominn ár. Fyrstu fregnir af voðaverkunum í Noregi voru óljósar. Mikil ringulreið myndaðist Ósló í kjölfar sprengjutilræðisins. Yfirvöld og fjölmiðlar einblíndu á höfuðborgina á meðan Breivik ók í átt að Útey. Átta létust í sprengingunni í stjórnarráðshverfinu og hátt í 200 særðust, þar af margir alvarlega. Nú er orðið ljóst að Breivik notaðist við áburð og brennsluolíu þegar hann bjó til sprengjuna. Hann lagði síðan bíl fyrir utan skrifstofur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Eins og sjá má þessum myndum var sprenging afar öflug og eyðilegging mikil. En á meðan óðagotið stóð yfir í Osló fékk Breivik tækifæri til að athafna sig í Útey. Lögregluyfirvöld komust þó fljótt á snoðirnar um atburðina í Útey en heildarmynd hryllingsins var þó enn á huldu. Sextíu og níu manns létust í Útey en rúmlega fimm hundruð og tuttugu ungmenni og skipuleggjendur voru á eyjunni. Hundrað og tíu særðust. Skotárásin stóð yfir í rúma eina og hálfa klukkustund. Nokkrir reyndu að synda í land í ísköldu vatninu á meðan aðrir leituðu skjóls við strendur eyjunnar. Það var síðan sérsveit norsku lögreglunnar sem handsamaði loks Breivik. Björgunarmenn og sjúkraliðar gátu þá hafið björgunarstörf. Sögur þeirra sem komust lífs af eru martröð líkastar. Breivik er sagður hafa verið yfirvegaður og skipulagður. Það var síðan sextánda apríl síðastliðinn þegar Breivik var fluttur frá Ila öryggisfangelsinu til héraðsdómshússins í Osló. Breivik heilsaði að hætti fasista þegar hann var leiddur inn í dómssalinn. Breivik hefur gengist við sakargiftum en réttlætir verkanaðinn með því að vísa í neyðarvarnarsjónarmið. Fjöldamorðin hafi verið viðbragð við fjölmenningarstefnu norskra yfirvalda sem hann telur að hafi stofnað heill þjóðarinnar í hættu. Talið er að dómur í máli Breiviks verði kveðinn seint í næsta mánuði. Verði hann fundinn sakhæfur á hann yfir höfði sér tuttugu og eins árs hámarksrefsingu. Ef hann verður úrskurðaður geðveikur verður hann að öllum líkindum dæmdur til vistunar á viðeigandi stofnun.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira