Gefa út nýtt túristablað á frönsku 4. júlí 2012 17:00 Virginie Le Borgne og Lea Gestsdóttir Gayet standa á bak við nýtt blað á frönsku um íslenska menningu. „Flestir Frakkar skilja ekki ensku og við viljum útskýra fyrir þeim íslenska menningu í raun og veru og sleppa öllum klisjum," segir Lea Gestsdóttir Gayet sem gaf út fyrsta tölublað fríblaðsins Le Pourquoi Pas? síðasta föstudag. Blaðið er ætlað frönskumælandi ferðalöngum en Leu hefur þótt skorta slíkt rit. „Þetta er ætlað fólki til dæmis frá Frakklandi, Sviss, Belgíu og Kanada. Ég hef líka tekið eftir Ítölum og Spánverjum að lesa blaðið en þeir skilja margir frönsku mun betur en ensku," segir Lea og nefnir Grapevine máli sínu til stuðnings um mikilvægi fríblaða sem fjalla um íslenska menningu á erlendu tungumáli. Lea ritstýrði blaðinu ásamt frönsku blaðakonunni Virginie Le Borgne en blaðamaðurinn Serge Ronene kom jafnframt að útgáfunni ásamt góðum hópi. „Hugmyndin kviknaði í byrjun mars þegar ég og Ronene vorum á Fáskrúðsfirði að rannsaka sögu frönsku sjómannanna sem voru þar í gamla daga og við fórum að velta fyrir okkur hve lítið efni er skrifað fyrir franska ferðamenn." Næsta tölublað er væntanlegt í byrjun ágúst og finnur Lea fyrir miklum meðbyr. „Við stefnum á að gefa blaðið út í júlí, ágúst og desember," segir Lea og bætir við að 30 þúsund Frakkar komi hingað ár hvert og þá helst í fyrrnefndum mánuðum. Efnistök fyrsta tölublaðsins eru þrískipt. „Við tókum viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur og Þóru Arnórsdóttur til að vekja athygli á að Þóra bauð sig fram til forseta sem ólétt kona. Það er eitthvað sem væri ekki hægt í Frakklandi og vildum við sýna sterkan hlut kvenna í íslensku samfélagi." Ritstjórnin tók einnig viðtöl við frönskumælandi listamenn hér á landi, fjallaði um bæi úti á landi sem og íslenska íþróttaiðkun. -hþt Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Flestir Frakkar skilja ekki ensku og við viljum útskýra fyrir þeim íslenska menningu í raun og veru og sleppa öllum klisjum," segir Lea Gestsdóttir Gayet sem gaf út fyrsta tölublað fríblaðsins Le Pourquoi Pas? síðasta föstudag. Blaðið er ætlað frönskumælandi ferðalöngum en Leu hefur þótt skorta slíkt rit. „Þetta er ætlað fólki til dæmis frá Frakklandi, Sviss, Belgíu og Kanada. Ég hef líka tekið eftir Ítölum og Spánverjum að lesa blaðið en þeir skilja margir frönsku mun betur en ensku," segir Lea og nefnir Grapevine máli sínu til stuðnings um mikilvægi fríblaða sem fjalla um íslenska menningu á erlendu tungumáli. Lea ritstýrði blaðinu ásamt frönsku blaðakonunni Virginie Le Borgne en blaðamaðurinn Serge Ronene kom jafnframt að útgáfunni ásamt góðum hópi. „Hugmyndin kviknaði í byrjun mars þegar ég og Ronene vorum á Fáskrúðsfirði að rannsaka sögu frönsku sjómannanna sem voru þar í gamla daga og við fórum að velta fyrir okkur hve lítið efni er skrifað fyrir franska ferðamenn." Næsta tölublað er væntanlegt í byrjun ágúst og finnur Lea fyrir miklum meðbyr. „Við stefnum á að gefa blaðið út í júlí, ágúst og desember," segir Lea og bætir við að 30 þúsund Frakkar komi hingað ár hvert og þá helst í fyrrnefndum mánuðum. Efnistök fyrsta tölublaðsins eru þrískipt. „Við tókum viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur og Þóru Arnórsdóttur til að vekja athygli á að Þóra bauð sig fram til forseta sem ólétt kona. Það er eitthvað sem væri ekki hægt í Frakklandi og vildum við sýna sterkan hlut kvenna í íslensku samfélagi." Ritstjórnin tók einnig viðtöl við frönskumælandi listamenn hér á landi, fjallaði um bæi úti á landi sem og íslenska íþróttaiðkun. -hþt
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“