Einstök og lífræn lífsstílsverslun 10. ágúst 2012 13:00 Rakel hefur lengi haft áhuga á öllu náttúrulegu og heilsutengdu og segir opnun verslunarinnar vera langþráðan draum að rætast hjá sér. Fréttablaðið/stefán Rakel Húnfjörð lét drauminn rætast nú í júlí og opnaði umhverfisvænu lífsstílsverslunina Radísu í gömlu húsi í Hafnarfirði. „Það eru til nokkrar lífsstílsverslanir hérlendis en engin sem er eingöngu með umhverfisvæna hluti, svo Radísa er alveg ein sinnar tegundar,“ segir Rakel Húnfjörð sem opnar verslunina Radísu í Hafnarfirði í júlí. Radísa er umhverfisvæn lífstíls- og heilsuverslun með fjölbreytt úrval vara, allt frá barnavörum og fatnaði í snyrtivörur, skrautmuni og nytjavörur. „Þetta er svona ekta konubúð, þó karlar séu að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir líka,“ segir Rakel og hlær. Allar vörur verslunarinnar eru umhverfisvænar og mikið til endurunnar, endurvinnanlegar eða handgerðar og stór hluti þeirra er með Fair Trade sanngirnisvottun. „Með opnun Radísu er ég að láta langþráðan draum rætast. Ég er búin að vera mjög áhugasöm um allt svona náttúrulegt og heilsutengt frá því að miðjusonur minn, sem nú er 14 ára, fæddist. Hann fékk mikið í eyrun þegar hann var lítill svo ég ákvað að prufa að breyta mataræðinu heima fyrir og þaðan fór boltinn að rúlla,“ segir Rakel sem fór í kjölfarið í svokallað Naturopathic nutrition nám í Englandi þar sem hún lærði meira um þennan heim. Hún segir lífræna lífsstílinn vera orðinn að ástríðu hjá sér og hún hafi rosalega gaman af því að miðla reynslu sinni og þekkingu með öðrum. „Þetta er svo æðislegur og æskilegur lífstíll og með honum finnst mér ég vera að leggja pínulítið á vogarskálina í átt að betri heimi. Þessi ástríða blundar alltaf í mér og ég losna ekkert við hana þó ég myndi vilja, sem ég geri samt ekki,“ bætir hún við og hlær. Rakel stendur sjálf á bak við búðarborðið í Radísu svo viðskiptavinir geta notað tækifærið og fengið alls kyns ráðleggingar og álit hjá henni á meðan þeir versla. Radísa er til húsa í litlu gömlu húsi að Strandgötu 17 í Hafnarfirði og er opin alla virka daga frá klukkan 12 til 18 og frá 10 til 14 á laugardögum. „Þetta er alveg mega krúttleg búð. Hún er bara einhverjir 20 fermetrar sem er mjög passlegt fyrir svona verslun. Hún er eiginlega bara alveg fullkomin,“ segir Rakel að lokum. - tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Rakel Húnfjörð lét drauminn rætast nú í júlí og opnaði umhverfisvænu lífsstílsverslunina Radísu í gömlu húsi í Hafnarfirði. „Það eru til nokkrar lífsstílsverslanir hérlendis en engin sem er eingöngu með umhverfisvæna hluti, svo Radísa er alveg ein sinnar tegundar,“ segir Rakel Húnfjörð sem opnar verslunina Radísu í Hafnarfirði í júlí. Radísa er umhverfisvæn lífstíls- og heilsuverslun með fjölbreytt úrval vara, allt frá barnavörum og fatnaði í snyrtivörur, skrautmuni og nytjavörur. „Þetta er svona ekta konubúð, þó karlar séu að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir líka,“ segir Rakel og hlær. Allar vörur verslunarinnar eru umhverfisvænar og mikið til endurunnar, endurvinnanlegar eða handgerðar og stór hluti þeirra er með Fair Trade sanngirnisvottun. „Með opnun Radísu er ég að láta langþráðan draum rætast. Ég er búin að vera mjög áhugasöm um allt svona náttúrulegt og heilsutengt frá því að miðjusonur minn, sem nú er 14 ára, fæddist. Hann fékk mikið í eyrun þegar hann var lítill svo ég ákvað að prufa að breyta mataræðinu heima fyrir og þaðan fór boltinn að rúlla,“ segir Rakel sem fór í kjölfarið í svokallað Naturopathic nutrition nám í Englandi þar sem hún lærði meira um þennan heim. Hún segir lífræna lífsstílinn vera orðinn að ástríðu hjá sér og hún hafi rosalega gaman af því að miðla reynslu sinni og þekkingu með öðrum. „Þetta er svo æðislegur og æskilegur lífstíll og með honum finnst mér ég vera að leggja pínulítið á vogarskálina í átt að betri heimi. Þessi ástríða blundar alltaf í mér og ég losna ekkert við hana þó ég myndi vilja, sem ég geri samt ekki,“ bætir hún við og hlær. Rakel stendur sjálf á bak við búðarborðið í Radísu svo viðskiptavinir geta notað tækifærið og fengið alls kyns ráðleggingar og álit hjá henni á meðan þeir versla. Radísa er til húsa í litlu gömlu húsi að Strandgötu 17 í Hafnarfirði og er opin alla virka daga frá klukkan 12 til 18 og frá 10 til 14 á laugardögum. „Þetta er alveg mega krúttleg búð. Hún er bara einhverjir 20 fermetrar sem er mjög passlegt fyrir svona verslun. Hún er eiginlega bara alveg fullkomin,“ segir Rakel að lokum. - tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning