Innlent

Stal rafmagni og ræktaði kannabis

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Karlmaður var dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í dag, meðal annars fyrir kannabisræktun og að hafa stolið rafmagni úr næstu íbúð. Maðurinn ræktaði efnin í Hveragerði. Maðurinn var stöðvaður af lögreglunni á Selfossi í janúar síðastliðnum. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann meðal annars neitaði að gefa blóðsýni, en hann var undir áhrifum kannabisefna.

Sama dag var framkvæmd húsleit á heimili mannsins í Hveragerði og fundust þá 29 kannabisplöntur og rúmlega 40 grömm af kannabisefnum. Svo kom í ljós að hann hafði tengt framhjá rafmagnsmæli og þannig hagnýtt sér á ólögmætan hátt orkuforða til fíkniefnaræktunar.

Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Hann var einnig sviptur ökuréttindum í tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×