Innlent

Braust inn til manns á áttræðisaldri og misþyrmdi hrottalega

Rúmlega sjötugur karlmaður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsinu á Akureyri eftir alvarlega líkamsárás sem hann varð fyrir á heimili sínu á Þórshöfn í nótt. Karlmaður á þrítugsaldri braust inn til hans og misþyrmdi honum hrottalega samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík.

Árásarmaðurinn var á vettvangi þegar lögreglan kom að heimili mannsins skömmu eftir árásina. Fórnarlambið var illa farið. Hann var mikið skorinn og lemstraður eftir árásina.

Fórnarlambið var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri en ekki er talið að hann sé í lífshættu. Árásarmaðurinn var drukkinn þegar árásin átti sér stað. Hann hefur verið handtekinn. Lögreglan telur að um uppgjör hafi verið að ræða vegna persónulegra mála.

Sakamálið telst upplýst og ekki er talin þörf á því að fara fram á gæsluvarðhald yfir árásarmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×