Crossfit-þjálfun veldur fagfólki áhyggjum 11. september 2012 08:00 Íris Anna Steinarsdóttir, fráfarandi formaður Íþróttakennarasambands Íslands, segir dæmi um að fólk meiðist því það þekki ekki sín takmörk. Myndin er úr safni. Fréttablaðið/Anton „Fólk meiðist í auknum mæli. Sprenglært íþróttafólk sem sækir þessa tíma hefur horft upp á fólk meiðast því það þekkir ekki sín takmörk," segir Íris Anna Steinarrsdóttir, fráfarandi formaður Íþróttakennarasambands Íslands, um crossfit og aðrar tengdar íþróttagreinar þar sem fólk reynir um of á þolmörk sín undir handleiðslu ómenntaðra þjálfara. „Hver sem er getur orðið crossfit-þjálfari, sem er það slæma við þetta," segir hún. „Það ber mun meira á meiðslum og sjúkraþjálfarar taka á móti fullt af fólki sem er að meiða sig í þessum greinum." Héðinn Jónsson, formaður Félags íslenskra sjúkraþjálfara, segir þróunina áhyggjuefni. „Þetta hefur komið inn á borð til okkar og veldur sjúkraþjálfurum áhyggjum," segir hann. Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari sendi Landlæknisembættinu erindi á síðasta ári þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum vegna þróunarinnar. „Í starfi mínu sem sjúkraþjálfari hefur á síðustu misserum orðið mikil aukning á meiðslum, áverkum og álagseinkennum sem rekja má til allt of mikillar þjálfunar einstaklinga," segir í erindi Gauta. „Tíminn og kostnaðurinn sem fer í þessar viðgerðir, vonbrigðin sem einstaklingar verða fyrir þegar þeir geta ekki lengur setið, hreyft sig í leik og starfi er ekki þekktur." Leifur Geir Hafsteinsson, yfirþjálfari Crossfit sport, tekur undir að margt gagnrýnivert sé við aðferðafræði crossfit og þröskuldurinn til að gerast þjálfari sé vissulega lágur. „Gagnrýnin er réttmæt. Þú tekur eitt helgarnámskeið til að fá þjálfararéttindi," segir Leifur. „Það má færa rök fyrir því að inntökuskilyrði ættu að vera strangari, en almenningur þarf að vera meðvitaður því það þarf að uppfylla svo svakalega litlar kröfur til þess að fá að þjálfa fólk." Leifur segir að erfitt sé að ræða um hvort meiðsl hafi aukist. Ekki séu til neinar heildartölur um slíkt og ekki megi gleyma því að þjálfunin skili sér einnig í bættri heilsu fólks. „Ég tek þessari umræðu mjög alvarlega og mitt verkefni númer eitt, tvö og þrjú er að gera þjálfunina eins örugga og mögulegt er." sunna@frettabladid.is Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um Crossfit Ólympískar lyftingar geta ekki hentað bæði eldri borgurum og keppnisfólki segir íþróttafræðingur sem gagnrýnir Crossfit þjálfun landans harðlega. Crossfit þjálfari segir að hægt sé að segja að allar íþróttir séu slæmar fyrir líkamann. 10. september 2012 22:34 "Crossfit er galin líkamsrækt“ Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. 7. september 2012 19:23 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Fólk meiðist í auknum mæli. Sprenglært íþróttafólk sem sækir þessa tíma hefur horft upp á fólk meiðast því það þekkir ekki sín takmörk," segir Íris Anna Steinarrsdóttir, fráfarandi formaður Íþróttakennarasambands Íslands, um crossfit og aðrar tengdar íþróttagreinar þar sem fólk reynir um of á þolmörk sín undir handleiðslu ómenntaðra þjálfara. „Hver sem er getur orðið crossfit-þjálfari, sem er það slæma við þetta," segir hún. „Það ber mun meira á meiðslum og sjúkraþjálfarar taka á móti fullt af fólki sem er að meiða sig í þessum greinum." Héðinn Jónsson, formaður Félags íslenskra sjúkraþjálfara, segir þróunina áhyggjuefni. „Þetta hefur komið inn á borð til okkar og veldur sjúkraþjálfurum áhyggjum," segir hann. Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari sendi Landlæknisembættinu erindi á síðasta ári þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum vegna þróunarinnar. „Í starfi mínu sem sjúkraþjálfari hefur á síðustu misserum orðið mikil aukning á meiðslum, áverkum og álagseinkennum sem rekja má til allt of mikillar þjálfunar einstaklinga," segir í erindi Gauta. „Tíminn og kostnaðurinn sem fer í þessar viðgerðir, vonbrigðin sem einstaklingar verða fyrir þegar þeir geta ekki lengur setið, hreyft sig í leik og starfi er ekki þekktur." Leifur Geir Hafsteinsson, yfirþjálfari Crossfit sport, tekur undir að margt gagnrýnivert sé við aðferðafræði crossfit og þröskuldurinn til að gerast þjálfari sé vissulega lágur. „Gagnrýnin er réttmæt. Þú tekur eitt helgarnámskeið til að fá þjálfararéttindi," segir Leifur. „Það má færa rök fyrir því að inntökuskilyrði ættu að vera strangari, en almenningur þarf að vera meðvitaður því það þarf að uppfylla svo svakalega litlar kröfur til þess að fá að þjálfa fólk." Leifur segir að erfitt sé að ræða um hvort meiðsl hafi aukist. Ekki séu til neinar heildartölur um slíkt og ekki megi gleyma því að þjálfunin skili sér einnig í bættri heilsu fólks. „Ég tek þessari umræðu mjög alvarlega og mitt verkefni númer eitt, tvö og þrjú er að gera þjálfunina eins örugga og mögulegt er." sunna@frettabladid.is
Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um Crossfit Ólympískar lyftingar geta ekki hentað bæði eldri borgurum og keppnisfólki segir íþróttafræðingur sem gagnrýnir Crossfit þjálfun landans harðlega. Crossfit þjálfari segir að hægt sé að segja að allar íþróttir séu slæmar fyrir líkamann. 10. september 2012 22:34 "Crossfit er galin líkamsrækt“ Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. 7. september 2012 19:23 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Skiptar skoðanir um Crossfit Ólympískar lyftingar geta ekki hentað bæði eldri borgurum og keppnisfólki segir íþróttafræðingur sem gagnrýnir Crossfit þjálfun landans harðlega. Crossfit þjálfari segir að hægt sé að segja að allar íþróttir séu slæmar fyrir líkamann. 10. september 2012 22:34
"Crossfit er galin líkamsrækt“ Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. 7. september 2012 19:23
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði