Innlent

Skiptar skoðanir um Crossfit

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
Ólympískar lyftingar geta ekki hentað bæði eldri borgurum og keppnisfólki segir íþróttafræðingur sem gagnrýnir Crossfit þjálfun landans harðlega. Crossfit þjálfari segir að hægt sé að segja að allar íþróttir séu slæmar fyrir líkamann.

Skiptar skoðanir eru um ágæti æfingarkerfisins Crossfit sem nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi en það er líkamsrækt sem byggir á samblöndum af æfingum allt frá spretthlaupi til ólympískra lyftinga.

Fyrir helgi birtist viðtal við íþróttafræðinginn Þórdísi Lilju Gísladóttur þar sem hún gagnrýnir æfingarkerfið harðlega og segir það meðal annars galna líkamsrækt.

„Helsta gagnrýnin mín er á þessa keyrslu og á þetta mikla æfingarmagn. Og ekki síður að það sé gefið út að æfingarnar henti jafnt eldri borgurum sem keppnisfólki - það bara stenst ekki. Eins og ólympískar lyftingar sem eru mjög tæknilega flóknar æfingar, að ætla að láta almenning með ganan grun gera það, kenna þeim stutta stund. Æfingarnar sem slíkar eru ekki slæmar heldur er hægt að nota miklu einfaldari æfingar til að nota fyrir fólk sem eru ekki með jafn miklan grunn og íþróttamenn," segir Þórdís Lilja.

„Það er sérstök áhersla lögð á það í Crossfit að hreyfingar séu gerðar rétt, áður en farið er að gera þær oft eða þungt, eða af miklum hraða. Við byggjum hvern einasta iðkanda þannig upp að tækni skiptir meira heldur en nokkurn tíman hraði og þyngdir," segir Evert Víglundsson yfirþjálfari og eigandi Crossfit Reykjavík.

Nánar var fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×