Hvít-rússneski kúluvarparinn Nadezhda Ostapchuk, sem missti ÓL-gull í sumar vegna steranotkunar, hefur verið dæmd í eins árs keppnisbann í heimalandinu.
Venjulega fá þeir sem falla á lyfjaprófi í landinu tveggja ára bann en þjálfarinn hennar hefur tekið á sig sökina og segist hafa viljandi sett stera í matinn hennar.
Sjálf á hún ekkert að hafa vitað af þessu og það kaupir frjálsíþróttasambandið í Hvíta-Rússlandi.
Þjálfari Ostapchuk tekur á sig sökina
