Spyr um gríðarlegt tap hótela í eigu Bændasamtakanna 3. maí 2012 12:18 Þórólfur Matthíasson. „Ég var búinn að biðja lengi um þetta, Bændasamtökin hummuðu þetta af sér. Það bendir margt til þess að það hafi verið að reyna að fela þessar upplýsingar, enda vita þeir upp á sig skömmina," segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, í samtali við Vísir en hann skrifaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann spyr Bændassamtökin spurninga vegna ársreikninga sem hann fékk að lokum frá landbúnaðaráðuneytinu eftir að hafa óskað eftir þeim frá Bændasamtökunum. Þórólfur greinir frá því að Bændasamtökin hafi afskrifað tæplega milljarða króna skuld Hótel Sögu ehf. og Hótel Íslandi ehf. við samtökin Þannig skrifar Þórólfur í Fréttablaðið í dag: „Árið 2006 virðist staða þessa áhætturekstrar hafa verið góð, en það ár hafnaði Búnaðarþing að selja hluta rekstrarins þó í boði væru 4,3 milljarðar króna. En skjótt skipast veður í lofti því sex árum síðar var eiginfé Hótels Sögu ehf. neikvætt um 2,5 milljarða króna skv. ársreikningi!" Að auki færðu Bændasamtökin verðmæti hlutafjáreignar sinnar niður í núll, bæði í Hótel Sögu og Hótel Íslandi. Þórólfur spyr því hvernig það megi vera að rekstur hótelanna hafi versnað svo snögglega. Hann spyr einnig hvort taprekstur hótelanna sé sambærilegur við rekstur annarra hótela. Þá spyr Þórólfur einnig hvort það sé eðlilegt að hagsmunasamtök eins og Bændasamtök Íslands, sem sýsla með almannafé fyrir ríkissjóð, standi í áhættusömum rekstri á borð við rekstur veitingahúsa og hótela. „Ég held að einhverjir myndu furða sig á því ef félag prófessora færi að reka veitingastaði auk annarra starfa," segir Þórólfur. Þórólfur gerir einnig athugasemdir við talsverðar vaxtatekjur af svokölluðu geymslufé. „Hér vaknar sú spurning hvort þar sé um að ræða fé sem Bændasamtökin sýsla með í umboði ríkissjóðs. Geymslufé var um 160 milljónir króna um áramót 2007/8, um 350 milljónir króna áramótin 2008/9, 708 milljónir króna 2009/10 og 702 milljónir króna áramótin 2010/11. Aðeins er sýnd samtala vaxtatekna og vaxtagjalda, en líklegt er að brúttóvaxtatekjur aukist í takt við aukið geymslufé. Virðist því fara saman aukin fjárþörf Bændasamtakanna í tengslum við hallarekstur hótelrekstrarins og hækkanir upphæða á geymslufjárreikningi," skrifar Þórólfur í grein sinni sem má lesa í heild sinni hér fyrir neðan en í grein sinni spyr hann átján spurninga um rekstur hótelanna og fyrirkomulag geymslufés. Tengdar fréttir Áhætturekstur Bændasamtaka Íslands 3. maí 2012 10:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Ég var búinn að biðja lengi um þetta, Bændasamtökin hummuðu þetta af sér. Það bendir margt til þess að það hafi verið að reyna að fela þessar upplýsingar, enda vita þeir upp á sig skömmina," segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, í samtali við Vísir en hann skrifaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann spyr Bændassamtökin spurninga vegna ársreikninga sem hann fékk að lokum frá landbúnaðaráðuneytinu eftir að hafa óskað eftir þeim frá Bændasamtökunum. Þórólfur greinir frá því að Bændasamtökin hafi afskrifað tæplega milljarða króna skuld Hótel Sögu ehf. og Hótel Íslandi ehf. við samtökin Þannig skrifar Þórólfur í Fréttablaðið í dag: „Árið 2006 virðist staða þessa áhætturekstrar hafa verið góð, en það ár hafnaði Búnaðarþing að selja hluta rekstrarins þó í boði væru 4,3 milljarðar króna. En skjótt skipast veður í lofti því sex árum síðar var eiginfé Hótels Sögu ehf. neikvætt um 2,5 milljarða króna skv. ársreikningi!" Að auki færðu Bændasamtökin verðmæti hlutafjáreignar sinnar niður í núll, bæði í Hótel Sögu og Hótel Íslandi. Þórólfur spyr því hvernig það megi vera að rekstur hótelanna hafi versnað svo snögglega. Hann spyr einnig hvort taprekstur hótelanna sé sambærilegur við rekstur annarra hótela. Þá spyr Þórólfur einnig hvort það sé eðlilegt að hagsmunasamtök eins og Bændasamtök Íslands, sem sýsla með almannafé fyrir ríkissjóð, standi í áhættusömum rekstri á borð við rekstur veitingahúsa og hótela. „Ég held að einhverjir myndu furða sig á því ef félag prófessora færi að reka veitingastaði auk annarra starfa," segir Þórólfur. Þórólfur gerir einnig athugasemdir við talsverðar vaxtatekjur af svokölluðu geymslufé. „Hér vaknar sú spurning hvort þar sé um að ræða fé sem Bændasamtökin sýsla með í umboði ríkissjóðs. Geymslufé var um 160 milljónir króna um áramót 2007/8, um 350 milljónir króna áramótin 2008/9, 708 milljónir króna 2009/10 og 702 milljónir króna áramótin 2010/11. Aðeins er sýnd samtala vaxtatekna og vaxtagjalda, en líklegt er að brúttóvaxtatekjur aukist í takt við aukið geymslufé. Virðist því fara saman aukin fjárþörf Bændasamtakanna í tengslum við hallarekstur hótelrekstrarins og hækkanir upphæða á geymslufjárreikningi," skrifar Þórólfur í grein sinni sem má lesa í heild sinni hér fyrir neðan en í grein sinni spyr hann átján spurninga um rekstur hótelanna og fyrirkomulag geymslufés.
Tengdar fréttir Áhætturekstur Bændasamtaka Íslands 3. maí 2012 10:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira